fimmtudagur

Búin að svíkja loforð... tek á mig alla sök

Ég lét þau stóru orð víst falla fyrr í sumar að ég mundi blogga á hverjum degi, vinum mínum til dægrastyttingar og yndisauka. Ég hef víst svikið það loforð. En þá er ekki annað að gera en að reyna að bæta sig, þó ég nenni þessu nú varla.

Ósanngjarn heimur

Eftir miklar vangaveltur hef ég komist að því að allt er ósanngjarnt í henni veröld. Ég þekki fólka sem gefa ekkert frá sér en fá allt í staðinn. Svo þekki ég líka fólk sem gefur allt frá sér en fær sama og ekki neitt í staðinn. Það þykir mér miður. Auðvitað er erfitt að skipta gæðum heimsins jafnt á milli allra, en það er eiginlega ekki það sem ég er að tala um. Það sem ég er að meina er fólk sem er gott við alla, vill ekkert nema gott, brosir allan daginn og er hið fallegasta innan frá. Fáum dettur í hug að gjalda þessu fólki í sömu mynt. En það er oftast fallega, vinsæla og fræga fólkið sem allir vilja allt fyrir gera, bara af því að það er fallegt, ekki af því að það er gott. Hvursu ósanngjarnt er það?

miðvikudagur

Grátur og mikill harmur

Ég er alveg brjáluð út í einn ákveðinn hugara. Hann gerðist svo djarfur að segja að Saybia væri svipað og Robbie Williams! Hversu lágt legst fólk?? Og bara að gera Robbie þann greiða að segja hann á jafn hátt plan og saybia... eg á bara ekki eftir að komast yfir þetta!

þriðjudagur

Ekki með sjálfri mér!

Ég hef ekki bloggað lengi (vá! þrír dagar... hræðilegt!). En mér er svosum alveg sama... ekki mikið að segja frá. Ekki einu sinni núna. Í dag er 1. júlí og það þýðir bara eitt! Payday! Og ég verð líklegast búin með öll launin áður en næsta vika gengur í garð... en það er líka allt í lagi. Hver þarf peninga anyway??

Hætt.