Haldið þið að ég sé að ganga af göflunum?
Ég er mikið að spá í hjúkrunarnám núna. Ég veit, ég veit... Það er bara þannig að ég er búin að vera að vinna á spítalanum í sumar og ég veit að þó ég fái kannski ekki alveg fulla innsýn í þetta allt saman, þá finnst mér þetta vera mjög heillandi. Að annast fólk og hjálpa því. Ég hjálpaði konu að borða áðan og þó að það sé ekki eitthvað sem ég á að gera, þá fannst mér það meira en sjálfsagt. Hún var svo slæm í höndunum og ég bara mataði hana. Þetta er kannski bara tímabundið brjálæði, en hver veit. Kannski á ég framtíðina fyrir mér í hjúkrun.
Gay pride!
Í dag byrjar Gay pride hátíðin hérna í Reykjavík og ég verð bara að segja að mér finnst þetta fínt framtak. Frétti af einum strák sem er að fara að byrja fyrsta árið sitt í MH og tók þátt í skrúðgöngunni í dag. Hann kom út úr skápnum í 10. bekk.
Það fékk mig til að hugsa. Þær minningar sem ég hef úr grunnskóla eru mjög misjafnar. Það var auðvitað gaman og allt svoleiðis, en ég er ekki viss um að ég hefði fyrir nokkurn mun þorað að koma út úr skápnum í 10. bekk. Svona eru tímarnir að breytast og mér finnst þetta frábær þróun. Ef krakkar í grunnskóla eru að uppgötva samkynhneigð sína og geta viðurkennt hana án þess að þurfa að skammast sín eitthvað fyrir það þá hljóta tímarnir að vera að breytast. Við vitum öll að fyrir nokkrum árum, segjum 10 árum, þá var samkynhneigð ekki viðurkennd á Íslandi, eða í heiminum. En sem betur fer þá er samkynhneigðin að verða meiri og meiri hluti af samfélaginu og ég hrópa húrra fyrir því, húrra húrra húrra!
Umferðar...
...átakið sem Umferðarstofa er búin að standa fyrir að undarförnu þykir mér æðislegt og vil ég gefa Umferðarstofu og aðstandendum auglýsinga í blaði, útvarpi, sjónvarpi og fleiri fjölmiðlum 5 músanef af 5 mögulegum fyrir þetta frábæra framtak!
Ég er að fara til Svíþjóðar á fimmtudaginn! Hehehe... Ég ætla að kenna Sænskum ljóskum að drekka bjór... Here I come to save the blondessssss....!
Bless og takk,
Mjúsin...