þriðjudagur

Og ég...

hlustaði á nælon áðan. Og ég komst að því að það er augljóslega verið að stíla inn á litla fólkið. Systir mín sat sem ánægðust við enda matarborðsins og söng hamingjusöm með ,,...og ég sakna þín... og ég komst hingað ein..." Þess má til gamans geta að hún er sjö ára hnáta.

Ég veit ekki:
-með dimmissjón. Verðum við bara í svörtum ruslapokum og syngjum gamla nóa án nýs texta?
-Hvort hvalir hafi kynmök oftar en einu sinni á mánuði.
-Hvort íslendingar vinni í heimsmeistaramóti fatlaðra í skák sem haldið verður í Hallberuhelli vorið 2007.
-Hvort ég viti yfir höfuð eitthvað!

Einu sinni var lítill strákur sem vissi ekkert í sinn haus. Hann veit núna eitthvað í sinn haus. Mér finnst ég vera rosalega fræg manneskja. Bara svona, þið vitið.

Ég er að spá í grafíska hönnun í háskóla í haust!

Kveðja,
Músin - Sem er alveg við Artí-fartí dauðans dyr.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ þetta er ég uppáhalds frænka þín...Katrín :D afhverju er ekki búið að bjóða mér svona leyniorð og notandanafn????? hmmmm... :( Þú getur skilið það eftir á www.blog.central.is/katzy Það þarf ekkert svona leynidót þar. Takk krúsí ;)

Nafnlaus sagði...

Ég dimmiteraði í svörtum ruslapoka. Við vorum "heimatilbúnar ofurhetjur" með svarta ruslapokaskikkjur.

Ódýrt en gaman