mánudagur

Kjúl

Fór í Kolaportið í gær og keypti mér Pilot-sólgleraugu. Ég held ég eigi eftir að detta niður einhvern daginn, ég er svo kúl! Það væri samt voðalega týpískt ef sólardagar sumarsins væru taldir, rétt eins og þegar ég fékk mér regnhlíf í Noregi og eftir það var bara sól. Talandi um lélega fjárfestingu.

Lítil og eimingjaleg vinna...

Ég er einungis í 35% vinnu. Það hljómar ekki vel á blaði. Eða lítur illa út á blaði eða eitthvað.

Lärerprogrammet

Ég held ég sé búin að finna mér ágætis nám í Svíþjóð. Kennaranám í Göteborgs Universitet, eða Háskólanum í Gautaborg. Ég held ég sé alveg passilegt fyrir mig bara! Ég sá að maður fær að læra latínu og hele klabben og svo gildir námið hérna á Íslandi! Þvílíkur lúxus. Það er bara einn hængur á. Mér líst ekkert á það að fara alein og yfirgefin í 30.000 manna Háskóla í landi sem ég er bara nýflutt til. En það ætti að reddast. Ég er ekki eini Íslendingurinn sem hef farið þangað. En svo fyrir utan það, hver segir að það sé garanterað að ég komist inn??? Alls ekki svo víst skal ég segja ykkur.

Anywho, þarf að fara að safna saman bökkum.
Blessíbili!

(ætla að gera einhvurn skandal á miðvikudaginn)

fimmtudagur

Spítalavinna

Nú vinn ég á spítala. Skrítinn vinnutími samt og nú fæ ég ekki frí eina einustu helgi í allt sumar! Ég er sumsé að vinna frá 17-21 sjö daga vikunnar og svo fæ ég frí næstu sjö daga o.s.frv. Vinnan mín er hins vegar mjög afslöppuð. Ég vinn sem sagt í býtibúrinu þar sem ég gef veika fólkinu að borða. Það er fínt. Gamall kall gaf mér nóakonfekt í gær (bestasta konfektið mitt!) og svo hef ég í raun nægan tíma til að lesa og gera það sem mig langar til.

Þvottavélar sjúkrahúsanna

eru alveg örugglega risastórar og hættulegar. Það munaði minnstu að síminn minn færi þangað! Ég var svo miið að flýta mér heim í gær að ég dreif mig úr vinnubolnum/peysu/eitthvað og henti honum í óhreinatauið þar sem ég hafði sullað á mig kaffi og einhverju og fór svo út. Síðan fattaði ég í gærkvöldi þegar klukkan var að verða tólf að ég hafði gleymt að taka símann minn úr vasanum! Nú ég hringdi í öryggisgæsluna og viti menn: kallinn ákvað að leita fyrir mig í óhreinatauinu og hringdi svo í mig 3 mínútum seinna og sagði símann minn vera í stöðugu ástandi og að hugsað yrði vel um hann þar til ég kæmi aftur til vinnu á morgun. Mikill léttir! Ég hélt að ég væri búin að missa hann fyrir fullt og allt!

PRÓFARKARLESTUR
Ég auglýsi hér með prófarkarlestur til sölu. Ég er búin með fjóra áfanga í framhaldsskóla og hef alltaf verið með 10 í stafsetningu. Áhugasamir hafið samband við mig í síma 894-1886 eða sendið mér e-mail á mayamus@gmail.com.

Kveðja,
Músin

föstudagur

Mér finnst einhvern veginn eins og enginn lesi þetta b(l)ögg mitt...

Sumar og sól!

Það er búið að vera svooo gott veður hér á klakanum síðustu daga að ég á bara ekki til orð! Mín bara komin með freknur og hele klabben! Get ekki beðið eftir því að fá einhverja vinnu eða eitthvað að gera bara!

Ég fæ ekki að kjósa...

...því ég á afmæli svo seint á árinu en mikið djöfulli er ég ánægð með hann Óla okkar núna. Kallinn bara hættur að láta Dabba rífa sig og stingur stórri kartöflu oní kok á honum. Æ læk it! Annars fannst mér tími kominn til að koma kallinum niður á jörðina og þess vegna fannst mér gaman að sjá Dabba sitja fyrir svörum í Kastljósinu í gær og láta hjakka svolítið á sér. Æ læk it íven mor!
Samt sem áður hef ég lítið vit á stjórnmálum og veit sama og ekkert hvernig þetta frumvarp er orðið núna. Veit bara að það var ömurlegt til að byrja með og er það örugglega ennþá. Dabbi er bara öfundsjúkur, og hananú!

Svíþjóð, hír æ kom!

Veit ekki alveg hvernig mér datt það í hug, en ég er fara til Svíþjóðar í lok sumarsins. 10 daga letilíf og skoða háskóla. Jibbíkóla. Þess vegna væri nú óskandi að ég fengi vinnu einhvers staðar í sumar... Það væri ekki verra, alla vegana.

En endilega notið ykkur þetta blessaða kommentakerfi, mér finnst svolítið sorglegt að enginn skuli kommenta á þessa annars vitsmunalegu texta hjá mér.

Hilsen!