mánudagur

Kjúl

Fór í Kolaportið í gær og keypti mér Pilot-sólgleraugu. Ég held ég eigi eftir að detta niður einhvern daginn, ég er svo kúl! Það væri samt voðalega týpískt ef sólardagar sumarsins væru taldir, rétt eins og þegar ég fékk mér regnhlíf í Noregi og eftir það var bara sól. Talandi um lélega fjárfestingu.

Lítil og eimingjaleg vinna...

Ég er einungis í 35% vinnu. Það hljómar ekki vel á blaði. Eða lítur illa út á blaði eða eitthvað.

Lärerprogrammet

Ég held ég sé búin að finna mér ágætis nám í Svíþjóð. Kennaranám í Göteborgs Universitet, eða Háskólanum í Gautaborg. Ég held ég sé alveg passilegt fyrir mig bara! Ég sá að maður fær að læra latínu og hele klabben og svo gildir námið hérna á Íslandi! Þvílíkur lúxus. Það er bara einn hængur á. Mér líst ekkert á það að fara alein og yfirgefin í 30.000 manna Háskóla í landi sem ég er bara nýflutt til. En það ætti að reddast. Ég er ekki eini Íslendingurinn sem hef farið þangað. En svo fyrir utan það, hver segir að það sé garanterað að ég komist inn??? Alls ekki svo víst skal ég segja ykkur.

Anywho, þarf að fara að safna saman bökkum.
Blessíbili!

(ætla að gera einhvurn skandal á miðvikudaginn)

Engin ummæli: