fimmtudagur

Spítalavinna

Nú vinn ég á spítala. Skrítinn vinnutími samt og nú fæ ég ekki frí eina einustu helgi í allt sumar! Ég er sumsé að vinna frá 17-21 sjö daga vikunnar og svo fæ ég frí næstu sjö daga o.s.frv. Vinnan mín er hins vegar mjög afslöppuð. Ég vinn sem sagt í býtibúrinu þar sem ég gef veika fólkinu að borða. Það er fínt. Gamall kall gaf mér nóakonfekt í gær (bestasta konfektið mitt!) og svo hef ég í raun nægan tíma til að lesa og gera það sem mig langar til.

Þvottavélar sjúkrahúsanna

eru alveg örugglega risastórar og hættulegar. Það munaði minnstu að síminn minn færi þangað! Ég var svo miið að flýta mér heim í gær að ég dreif mig úr vinnubolnum/peysu/eitthvað og henti honum í óhreinatauið þar sem ég hafði sullað á mig kaffi og einhverju og fór svo út. Síðan fattaði ég í gærkvöldi þegar klukkan var að verða tólf að ég hafði gleymt að taka símann minn úr vasanum! Nú ég hringdi í öryggisgæsluna og viti menn: kallinn ákvað að leita fyrir mig í óhreinatauinu og hringdi svo í mig 3 mínútum seinna og sagði símann minn vera í stöðugu ástandi og að hugsað yrði vel um hann þar til ég kæmi aftur til vinnu á morgun. Mikill léttir! Ég hélt að ég væri búin að missa hann fyrir fullt og allt!

PRÓFARKARLESTUR
Ég auglýsi hér með prófarkarlestur til sölu. Ég er búin með fjóra áfanga í framhaldsskóla og hef alltaf verið með 10 í stafsetningu. Áhugasamir hafið samband við mig í síma 894-1886 eða sendið mér e-mail á mayamus@gmail.com.

Kveðja,
Músin

Engin ummæli: