mánudagur

Veikindi

Allir eru veikir þessa dagana. Annað hvort veikir á geði eða bara á líkama. Ég er bæði. Ætli maðurinn á efri hæðinni viti af þessu?

Ég er að fara að flytja til uttlanda. Logi bannar mér að klára og systir mín er að missa sig í handbolta! Mér finnst ég einhvern veginn ekkert hafa að segja, en ég reyni samt, af tilliti til samnemenda og samferðamanna minna í lífinu sem vita það fátt skemmtilegra en að lesa hugrenningar mínar.

Ég er að lesa bókina LoveStar eftir Andra Snæ Magnason. Hann er fyndinn og hugmyndaríkur gaur. Ég hef gaman af fyndum og hugmyndaríkum gaurum.

Fór í tvítugsafmæli um helgina í pínku lítilli íbúð á stúdentagörðunum. Hún var sæt. Gaurinn sem átti afmæli (sem af tilviljun er einnig mágur minn) var haugdrukkinn um 12 leytið og við það að sofna, enda ekki skrýtið, greyið fékk að fara í fyrsta skiptið í ríkið... einn! Og hann ætlaði sko að detta'ða. Það tókst. Svo fór hann og keypti sér skyrtu með pípum... nei bíðið nú við... ef betur er að gáð koma í ljós... daddaramm! Framhald í næsta þætti af Hrakfallasögur úr lífi og limum Músarinnar hinnar góðu.

Kveðja,
Músin sem hefur kveisu í maga - magakveisu.
Músin

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Neiii... bíddu bíddu nú við sko... ert þú að flytja til útlanda..? ÁN þess að segja mér það! síðast ætlaðiru í háskólann hérna á íslandi unga dama sko! Þú verður nú að fara að ákveða þig, svo maður fylgist nú með! :D hehe... og hver er Logi sem bannar þér e-h.?? og hvenær byrjaði Helga í handbolta??? Ég skil ekki baun og er farin að halda að þetta sé vitlaus síða sem ég er alltaf að kíkja inná...hmmm spurning! ;)