Watch out!
Spurning um að rýma götur bæjarins, því ég er komin með bílpróf! NOOOOOOO....! Verð nú að viðurkenna það að ég var næstum því fallin... hmmm... enn meiri ástæða til að forða sér! En það var nú ekki meiri hætta en svo að ég gleymdi bara einni stöðvunarskildu (stoppaði aðeins of seint) og einum hægri rétti (fékk líka plússtig fyrir hægrirétt) og svo var það +10 á 30 götu... smá misskilningur í gangi þar. Hm-hm...
Annars er bara allt skemmtilegt þessa dagana. Var að komast að því áðan að ég þarf að vinna upp u.þ.b. 2 vikur af spænsku! jibbíííí...
En annars bara góða helgi!
fimmtudagur
föstudagur
Ég er heppnasta manneskja í heimi! Ég á bestustu vinkonur í heimi!
Í gær, þann 18. september, átti ég afmæli. Ég var nú ekki búin að gera ráð fyrir neinum hasar degi, bara þetta venjulega; bera út, fara aftur að sofa, fara í skólann, læra og reyndar borða með vinkonunum kvöldmat. En það kom sko annað upp á daginn. Þetta var sko besti dagur sem ég hef á ævinni upplifað, og það afmælisdagurinn minn!
Þetta byrjaði þannig að ég var að gera mig tilbúna að fara að bera út. Stóð mygluð fyrir framan spegilinn inni á baði og var að bursta tennurnar. Þá kemur mamma inn og skipar mér að koma aðeins fram. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið! En ég er vel upp alin og ég hlýði mömmu minni náttúrulega svo ég fór fram. Í andyrinu stóðu vinkonur mínar, 5 talsins, dressaðar upp í dúnúlpur og með vetlinga og læti. Þær sungu fyrir mig afmælissöngin og voru með litla muffinsköku með kerti á sem ég blés á í gegnum tárin (já, ég fór að gráta!). En það var ekki allt búið enn... ónei.
Fyrir utan voru þær komnar með innkaupakerru (þökkum 11-11 í garðabæ fyrir veitta aðstoð) sem þær voru búnar að fylla af púðum og teppum. Í hana átti ég að setjast og svo keyrðu þær mig hringinn sem ég ber út í og báru sjálfar út! Pælið í frábæru fólki að láta sér detta þetta í hug! Eftir þetta litla ævintýri borðuðum við heitar bollur í morgunmat með allskonar góðu áleggi.
Í gærkvöldi mættu þær svo til mín klukkan átta með geggjaða afmælisgjöf, allar í fínum fötum og með afmælishatta á höfðinu... já, og ég fór aftur að gráta. Við borðuðum besta mat í heimi og skemmtum okkur konunglega!
Þetta var frábær dagur!
Takk stelpur :oD
Í gær, þann 18. september, átti ég afmæli. Ég var nú ekki búin að gera ráð fyrir neinum hasar degi, bara þetta venjulega; bera út, fara aftur að sofa, fara í skólann, læra og reyndar borða með vinkonunum kvöldmat. En það kom sko annað upp á daginn. Þetta var sko besti dagur sem ég hef á ævinni upplifað, og það afmælisdagurinn minn!
Þetta byrjaði þannig að ég var að gera mig tilbúna að fara að bera út. Stóð mygluð fyrir framan spegilinn inni á baði og var að bursta tennurnar. Þá kemur mamma inn og skipar mér að koma aðeins fram. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið! En ég er vel upp alin og ég hlýði mömmu minni náttúrulega svo ég fór fram. Í andyrinu stóðu vinkonur mínar, 5 talsins, dressaðar upp í dúnúlpur og með vetlinga og læti. Þær sungu fyrir mig afmælissöngin og voru með litla muffinsköku með kerti á sem ég blés á í gegnum tárin (já, ég fór að gráta!). En það var ekki allt búið enn... ónei.
Fyrir utan voru þær komnar með innkaupakerru (þökkum 11-11 í garðabæ fyrir veitta aðstoð) sem þær voru búnar að fylla af púðum og teppum. Í hana átti ég að setjast og svo keyrðu þær mig hringinn sem ég ber út í og báru sjálfar út! Pælið í frábæru fólki að láta sér detta þetta í hug! Eftir þetta litla ævintýri borðuðum við heitar bollur í morgunmat með allskonar góðu áleggi.
Í gærkvöldi mættu þær svo til mín klukkan átta með geggjaða afmælisgjöf, allar í fínum fötum og með afmælishatta á höfðinu... já, og ég fór aftur að gráta. Við borðuðum besta mat í heimi og skemmtum okkur konunglega!
Þetta var frábær dagur!
Takk stelpur :oD
þriðjudagur
bleah...
Skemmtilegt er skrifað með tveimur emm-um.
Bílpróf
Tók það áðan. Stóðst. Og stelpan var bara með eina villu! Pælið í því! Þvílík og önnur eins hamingja. Ég ætla sko að mastera verklega prófið!
45 mínútna...
fyrirlestur um efnishyggju bandaríkjamanna... finniði annan betri!
Ég á ammæli á fimmtudaginn...
Skemmtilegt er skrifað með tveimur emm-um.
Bílpróf
Tók það áðan. Stóðst. Og stelpan var bara með eina villu! Pælið í því! Þvílík og önnur eins hamingja. Ég ætla sko að mastera verklega prófið!
45 mínútna...
fyrirlestur um efnishyggju bandaríkjamanna... finniði annan betri!
Ég á ammæli á fimmtudaginn...
miðvikudagur
Ég er horuð!
En ekki misskilja mig. Líkamsþyngd mín hefur lítið breyst. En ég er hinsvegar allhoruð í nefinu og með hálsbólgu höfuðverk og beinverki. Eeeen... Ég er svo mikill nagli að ég mæti í skólann þó að svona smáræði hrjái mig!
Ég á afmæli eftir nákvæmlega 8 daga og vonandi fæ ég bílpróf þá! Þá verð ég ekki lengur lítil í augunum á kærastanum... Ég er allavega búin að liggja yfir ökunámsbókinni og búin að reyna að keyra eins og ég mögulega get. Fór á rúntinn með afa gamla á sunnudaginn og við bökkuðum saman í stæði. Við skulum bara segja að ég þurfi að huga aðeins betur að þeim þættinum áður en ég fer í prófið.
Skólinn er alveg að gera mig vitlausa. Það er svo leiðinlegt að læra heima. Reyndar er fínt í tímum, get ekki kvartað undan því. Var að borga tæpan 20.000 kall fyrir einn áfanga! 3 einingar! Er ekki allt í lagi???
Veikindakveðjur,
Músin!
En ekki misskilja mig. Líkamsþyngd mín hefur lítið breyst. En ég er hinsvegar allhoruð í nefinu og með hálsbólgu höfuðverk og beinverki. Eeeen... Ég er svo mikill nagli að ég mæti í skólann þó að svona smáræði hrjái mig!
Ég á afmæli eftir nákvæmlega 8 daga og vonandi fæ ég bílpróf þá! Þá verð ég ekki lengur lítil í augunum á kærastanum... Ég er allavega búin að liggja yfir ökunámsbókinni og búin að reyna að keyra eins og ég mögulega get. Fór á rúntinn með afa gamla á sunnudaginn og við bökkuðum saman í stæði. Við skulum bara segja að ég þurfi að huga aðeins betur að þeim þættinum áður en ég fer í prófið.
Skólinn er alveg að gera mig vitlausa. Það er svo leiðinlegt að læra heima. Reyndar er fínt í tímum, get ekki kvartað undan því. Var að borga tæpan 20.000 kall fyrir einn áfanga! 3 einingar! Er ekki allt í lagi???
Veikindakveðjur,
Músin!
þriðjudagur
Susss... Eruði að trúa þessu?
Ég hef ekki bloggað í heilan mánuð! Hvað er í gangi? Það hefur margt og mikið gerst á þessum mánuði. Ég fór til Akureyrar um verzlunarmannahelgina og það var ákveðin stemmning... frekar ælótt fyrir minn smekk samt. Svo varð stemmningin bara súr síðast kveldið en engu að síður eftirminnileg... hmmm...
Ég fór til Eyja Vestmanna vikuna fyrir skóla. Þar var spilað á hljóðfæri daginn út og inn, vaknað klukkan 8 á morgnana, byrjað klukkan níu og ekki hætt fyrr en um miðnætti á kveldin. Ég var líka komin með myndarlegan sogblett á hálsinn og sigg á puttana (sigg??? þetta getur ekki verið orð!)!
Svo tók skólinn við og gaman frá því að segja að ég var komin með æluna upp í kok í öðrum tíma á fyrsta degi. Ja hérna hér! Þann 26. ágúst var síðan haldið í höllina á Foo Fighters tónleikana langþráðu! Það var gjeðt! Svo er líka gaman frá því að segja að ég fór með kærastanum mínum á tónleikana... Hahahaha! Já, ég á kærasta. Hver hefði haldið... Búin að vera saman í 5 vikur og allt að verða vitlaust bara. Skondið hvernig hlutirnir æxlast alltaf. Og í sambandið við þetta vil ég bara segja að það borgar sig að gera sig að fífli, vera uppáþrengjandi, pirrandi og láta ekki deigið síga því maður fær það sem maður vill á endanum, bilív mí. Það virkaði!
Annars er þetta allt saman frábært. Ég á afmæli eftir 16 daga og þá ætti ég að fá bílpróf en ég fór eitthvað á mis þarna í sumar og á eftir að taka ökuskóla tvö og allt þannig að þetta dregst líklega eitthvað en það er líka allt í lagi. Ég hef allt hérna í Garðabænum. Hver þarf bílpróf??
Ég bið að heilsa öllum! Skal reyna að blogga meira og standa mig í stykkinu (því ótrúlegt en satt þá hef ég fengið kvartanir yfir þessu framtaksleysi í mér!)
Havde!
Ég hef ekki bloggað í heilan mánuð! Hvað er í gangi? Það hefur margt og mikið gerst á þessum mánuði. Ég fór til Akureyrar um verzlunarmannahelgina og það var ákveðin stemmning... frekar ælótt fyrir minn smekk samt. Svo varð stemmningin bara súr síðast kveldið en engu að síður eftirminnileg... hmmm...
Ég fór til Eyja Vestmanna vikuna fyrir skóla. Þar var spilað á hljóðfæri daginn út og inn, vaknað klukkan 8 á morgnana, byrjað klukkan níu og ekki hætt fyrr en um miðnætti á kveldin. Ég var líka komin með myndarlegan sogblett á hálsinn og sigg á puttana (sigg??? þetta getur ekki verið orð!)!
Svo tók skólinn við og gaman frá því að segja að ég var komin með æluna upp í kok í öðrum tíma á fyrsta degi. Ja hérna hér! Þann 26. ágúst var síðan haldið í höllina á Foo Fighters tónleikana langþráðu! Það var gjeðt! Svo er líka gaman frá því að segja að ég fór með kærastanum mínum á tónleikana... Hahahaha! Já, ég á kærasta. Hver hefði haldið... Búin að vera saman í 5 vikur og allt að verða vitlaust bara. Skondið hvernig hlutirnir æxlast alltaf. Og í sambandið við þetta vil ég bara segja að það borgar sig að gera sig að fífli, vera uppáþrengjandi, pirrandi og láta ekki deigið síga því maður fær það sem maður vill á endanum, bilív mí. Það virkaði!
Annars er þetta allt saman frábært. Ég á afmæli eftir 16 daga og þá ætti ég að fá bílpróf en ég fór eitthvað á mis þarna í sumar og á eftir að taka ökuskóla tvö og allt þannig að þetta dregst líklega eitthvað en það er líka allt í lagi. Ég hef allt hérna í Garðabænum. Hver þarf bílpróf??
Ég bið að heilsa öllum! Skal reyna að blogga meira og standa mig í stykkinu (því ótrúlegt en satt þá hef ég fengið kvartanir yfir þessu framtaksleysi í mér!)
Havde!