þriðjudagur

Susss... Eruði að trúa þessu?

Ég hef ekki bloggað í heilan mánuð! Hvað er í gangi? Það hefur margt og mikið gerst á þessum mánuði. Ég fór til Akureyrar um verzlunarmannahelgina og það var ákveðin stemmning... frekar ælótt fyrir minn smekk samt. Svo varð stemmningin bara súr síðast kveldið en engu að síður eftirminnileg... hmmm...

Ég fór til Eyja Vestmanna vikuna fyrir skóla. Þar var spilað á hljóðfæri daginn út og inn, vaknað klukkan 8 á morgnana, byrjað klukkan níu og ekki hætt fyrr en um miðnætti á kveldin. Ég var líka komin með myndarlegan sogblett á hálsinn og sigg á puttana (sigg??? þetta getur ekki verið orð!)!

Svo tók skólinn við og gaman frá því að segja að ég var komin með æluna upp í kok í öðrum tíma á fyrsta degi. Ja hérna hér! Þann 26. ágúst var síðan haldið í höllina á Foo Fighters tónleikana langþráðu! Það var gjeðt! Svo er líka gaman frá því að segja að ég fór með kærastanum mínum á tónleikana... Hahahaha! Já, ég á kærasta. Hver hefði haldið... Búin að vera saman í 5 vikur og allt að verða vitlaust bara. Skondið hvernig hlutirnir æxlast alltaf. Og í sambandið við þetta vil ég bara segja að það borgar sig að gera sig að fífli, vera uppáþrengjandi, pirrandi og láta ekki deigið síga því maður fær það sem maður vill á endanum, bilív mí. Það virkaði!

Annars er þetta allt saman frábært. Ég á afmæli eftir 16 daga og þá ætti ég að fá bílpróf en ég fór eitthvað á mis þarna í sumar og á eftir að taka ökuskóla tvö og allt þannig að þetta dregst líklega eitthvað en það er líka allt í lagi. Ég hef allt hérna í Garðabænum. Hver þarf bílpróf??

Ég bið að heilsa öllum! Skal reyna að blogga meira og standa mig í stykkinu (því ótrúlegt en satt þá hef ég fengið kvartanir yfir þessu framtaksleysi í mér!)

Havde!

Engin ummæli: