miðvikudagur

Ég er horuð!

En ekki misskilja mig. Líkamsþyngd mín hefur lítið breyst. En ég er hinsvegar allhoruð í nefinu og með hálsbólgu höfuðverk og beinverki. Eeeen... Ég er svo mikill nagli að ég mæti í skólann þó að svona smáræði hrjái mig!

Ég á afmæli eftir nákvæmlega 8 daga og vonandi fæ ég bílpróf þá! Þá verð ég ekki lengur lítil í augunum á kærastanum... Ég er allavega búin að liggja yfir ökunámsbókinni og búin að reyna að keyra eins og ég mögulega get. Fór á rúntinn með afa gamla á sunnudaginn og við bökkuðum saman í stæði. Við skulum bara segja að ég þurfi að huga aðeins betur að þeim þættinum áður en ég fer í prófið.

Skólinn er alveg að gera mig vitlausa. Það er svo leiðinlegt að læra heima. Reyndar er fínt í tímum, get ekki kvartað undan því. Var að borga tæpan 20.000 kall fyrir einn áfanga! 3 einingar! Er ekki allt í lagi???

Veikindakveðjur,

Músin!

Engin ummæli: