Ég er heppnasta manneskja í heimi! Ég á bestustu vinkonur í heimi!
Í gær, þann 18. september, átti ég afmæli. Ég var nú ekki búin að gera ráð fyrir neinum hasar degi, bara þetta venjulega; bera út, fara aftur að sofa, fara í skólann, læra og reyndar borða með vinkonunum kvöldmat. En það kom sko annað upp á daginn. Þetta var sko besti dagur sem ég hef á ævinni upplifað, og það afmælisdagurinn minn!
Þetta byrjaði þannig að ég var að gera mig tilbúna að fara að bera út. Stóð mygluð fyrir framan spegilinn inni á baði og var að bursta tennurnar. Þá kemur mamma inn og skipar mér að koma aðeins fram. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið! En ég er vel upp alin og ég hlýði mömmu minni náttúrulega svo ég fór fram. Í andyrinu stóðu vinkonur mínar, 5 talsins, dressaðar upp í dúnúlpur og með vetlinga og læti. Þær sungu fyrir mig afmælissöngin og voru með litla muffinsköku með kerti á sem ég blés á í gegnum tárin (já, ég fór að gráta!). En það var ekki allt búið enn... ónei.
Fyrir utan voru þær komnar með innkaupakerru (þökkum 11-11 í garðabæ fyrir veitta aðstoð) sem þær voru búnar að fylla af púðum og teppum. Í hana átti ég að setjast og svo keyrðu þær mig hringinn sem ég ber út í og báru sjálfar út! Pælið í frábæru fólki að láta sér detta þetta í hug! Eftir þetta litla ævintýri borðuðum við heitar bollur í morgunmat með allskonar góðu áleggi.
Í gærkvöldi mættu þær svo til mín klukkan átta með geggjaða afmælisgjöf, allar í fínum fötum og með afmælishatta á höfðinu... já, og ég fór aftur að gráta. Við borðuðum besta mat í heimi og skemmtum okkur konunglega!
Þetta var frábær dagur!
Takk stelpur :oD
Engin ummæli:
Skrifa ummæli