Hvað er að skeðast??
Ég hef orðið vör við mikla breytingu á sjálfri mér undanfarna daga. Lýsir breytingin sér í því að ég les fyrir tíma og leysi verkefni og hvað eina. Ég er orðin hrædd um að þetta fari út í öfgar og ég læri jafvel undir próf! Þeir sem vita um lækningu við þessum illræmda sjúkdóm, endilega hafið samband við mig!
Bóndadagur... dagur bænda!
Á föstudaginn var var bóndadgur. Fínn dagur fyrir þær konur sem langar að gleðja sig með því að kaup blóm fyrir bóndann sem prýðir svo heimili þeirra næstu daga á eftir. Ég hins vegar tók mig til og fann ennþá rómantískari gjöf fyrir bóndann en blóm... Ég keypti sorabókin Drepið okkur eftir Hugleik Dagsson. Djöfuls viðbjóður það er. En... fyrir kærastann minn var þetta algjör gersemi. Hann settist í sófann og bókstaflega grét úr hlátri! En ég fékk sko koss og knús þegar það var allt saman búið :oD
Idol... madness
Ég viðurkenni það að hafa horft á Idol og fannst gaman að. Reyndar byrjaði ég ekki að horfa fyrr en keppnin í Vetrargarðinum byrjaði þannig að ég er ekkert slæm. En nú velti ég fyrir mér... Er ekki svolítil geðveiki að ætla að halda annað Idol? Er það ekki meiningin annars? Ég meina, við erum ekki nema tæplega 300.000 manna þjóð, 1700 fóru í áheyrnarprufu minnir mig og hverjir eiga að fara næst? Fólk fór síðast ef það ætlaði sér að gera það... Við finnum ekkert annað ædol. Stöð tvö verður bara að finna sér eitthvað annað til að féfletta fólk með...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli