fimmtudagur

Kaldaljós

Nú hef ég lagt það á mig að lesa bókina Kaldaljós eftir töfraraunsæisrithöfundinn Vigdísi Grímsdóttur. Bókin, sem er hvorki meira né minna en 254 bls í letri 10 í kilju, er hreint ágætislesning, nema þú sér manneskja sem þarf að hafa allt eins raunsætt og mögulegt er. Nú er svo komið að ég er að fara að kíkja á myndina sem gerð var eftir bókinni og hlakka ég mikið til. Það eru nákvæmlega 2 tímarí sýninguna núna.

Á kvikmyndir.is er ein umfjöllun um myndina. Þar er mjög svo raunsær og kvektur maður að tjá sig og skrifar hann eftirfarand:

Ótrulega yfirborðskennd artsy kvikmynd með einstaklega slappan söguþráð. Samræðurnar eru hægar, einstaklega óraunverulegar og lítið um þær. Myndin reynir að vera djúp og full af pælingum en kemur út sem innihaldslaus steypa. Þung píanótónlist, langar þagnir og náttúruskot af Íslandi virðist vera samblanda sem íslenskir kvikmyndagerðamenn geta ekki staðist -- hræðilega tilgerðarlegt. Eflaust túlka listaspírurnar þetta sem glæsilegt meistarastykki um kreppu nútímamannsins í póstmódernísku nýraunsæissamfélagi en mér þótt kvikmyndin í alla staði ómerkileg. Ég hef reyndar ekki lesið bók Vigdísar Grímsdóttur, þannig að ég þekki ekki inn á söguþráðinn fyrir fram...

Ahhh... skaut hann sig ekki aðeins í fótinn þarn þessi? Gefur það ekki augaleið að maður fer ekki á mynd sem er byggð á skáldsögu Vigdísar án þess að hafa lesið bókina? Það er kannski bara ég...

Engin ummæli: