þriðjudagur

Friður 2004?

Ég man ekki mikið eftir síðustu forsetakosningum enda ekki beint á þeim aldri þar sem maður situr spenntur eftir úrslitum. En ég man eftir einum frambjóðandanna. Það er hann Ástþór Magnússon blessaður kallinn. Ástþór, eins og flestir ættu að vita, var forsprakki samtakanna friður 2000. En eins og allflestir ættu líka að vita þá er ekki ennþá kominn neinn friður, allavega ekki í minni veröld. Hann Ástþór okkar er nú búinn að gera margan skandalinn eftir tilraun sína í forsetakosningunum. Sem dæmi má nefna hefur hann mætt í réttarsal með eina bæjarins bestu framan á sér (Hefur líklega verið of seinn í réttarhöldin) og í jólasveinabúningi, allt gert í góðum fílíng. Hann hefur einnig sippað eins og vitfirringur í þættinum 70 mínútur á PoppTíví. En nú er hann Ástþór kominn með útlenda tsjéllingu (ég ætla að leyfa mér að nota þetta orð þó ég sé stelpa og eigi ekki að nota það) og ætla að koma, sjá og sigra á komandi forsetakosningum.

Ég vil ekki vera með neinar framtíðarspár en ég hlakka til að fylgjast með þessu, hver veit nema hann komi bara í líki Tomma Tómats á kosningavökuna. Ég skal svo reyna að halda ykkur informed um þetta mál hér á blókinu mínu.

Engin ummæli: