föstudagur

Mér finnst einhvern veginn eins og enginn lesi þetta b(l)ögg mitt...

Sumar og sól!

Það er búið að vera svooo gott veður hér á klakanum síðustu daga að ég á bara ekki til orð! Mín bara komin með freknur og hele klabben! Get ekki beðið eftir því að fá einhverja vinnu eða eitthvað að gera bara!

Ég fæ ekki að kjósa...

...því ég á afmæli svo seint á árinu en mikið djöfulli er ég ánægð með hann Óla okkar núna. Kallinn bara hættur að láta Dabba rífa sig og stingur stórri kartöflu oní kok á honum. Æ læk it! Annars fannst mér tími kominn til að koma kallinum niður á jörðina og þess vegna fannst mér gaman að sjá Dabba sitja fyrir svörum í Kastljósinu í gær og láta hjakka svolítið á sér. Æ læk it íven mor!
Samt sem áður hef ég lítið vit á stjórnmálum og veit sama og ekkert hvernig þetta frumvarp er orðið núna. Veit bara að það var ömurlegt til að byrja með og er það örugglega ennþá. Dabbi er bara öfundsjúkur, og hananú!

Svíþjóð, hír æ kom!

Veit ekki alveg hvernig mér datt það í hug, en ég er fara til Svíþjóðar í lok sumarsins. 10 daga letilíf og skoða háskóla. Jibbíkóla. Þess vegna væri nú óskandi að ég fengi vinnu einhvers staðar í sumar... Það væri ekki verra, alla vegana.

En endilega notið ykkur þetta blessaða kommentakerfi, mér finnst svolítið sorglegt að enginn skuli kommenta á þessa annars vitsmunalegu texta hjá mér.

Hilsen!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég les bloggið hjá þér. Og ég er alveg sammála...æ læk it tú :) Hlakka til að sjá þig á Flúðum á morgun ... Rúnus