laugardagur

Arrrg... Garrrg!

Var boðið á Brodway í kveld á eitthvurt DJ ball... Ég ætla að fara, en mér var boðið, nota bene, ég borga ekki krónu. Ætti maður að gera uppreisn og mæta í nirvana bol og rifnum gallabuxum? Who knows? Mér yrði kannski bara hent út og sagt að láta aldrei mitt skítuga rokkfés sjást framar á hinum fágaða og fína stað Broadway þar sem einungis fínt og flott fólk sem hlustar á hámenningar tónlist (aka: Lágmenningartónlist sem nefnist hip hop) og borðar kavíar með kampavíni má láta sjá sig. En ég þori engri svona bölvaðri uppreisn, ég ætla bara að fara háhælaða skó og eins þröngan bol og ég finn í skúffunum mínum svo hver einast felling sjáist alveg örugglega svo ég falli vel inn í hópinn. Þá held ég að ég sé í góðum málum og lendi ekki í neinum útistöðum við hiphoparana.

Reyndar gæti ég farið á smáralindardjamm í kveld en þar sem ég á engan 2000 (fokking) kall til að borga mig inn í partý þá ætla ég frekar að fara frítt í lágmenninguna.

Btw. Sá lágmenning skrifað Lámenning skýrt og greinilega í blaðinu í um daginn. Það var meira að segja auglýsing og allt. Maður hlýtur að spyrja sig, hvert er okkar ylhýra að fara???

fimmtudagur

Hmm... Þurfti að taka róandi til að sofan í gær :S

Lamdi Spænskukennarann minn áðan og sparkaði næstum í hans heilgasta svæði!

föstudagur

Lost in translation

Fór á hana í gær. Þetta er fííín mynd. Ég var svona sátt þegar ég kom út af henni þó svo að endirinn hafi engan veginn verið endir. Það var hægt að hlægja að þessari mynd og jafnvel að svona atriðum sem voru eiginlega ekki fyndin, sum atriði bara minntu á eitthvað fyndið sem maður hafði upplifað sjálfur og þá hló maður... Mig langar hins vegar alveg ótrúlega mikið að fara til Japan eftir þessa mynd. Mjög svo skemmtilegt land líklega. Þar sem myndin gerðist var bara endalaust af ljósaskiltum og skemmtistöðum og flottum húsum og ég veit ekki hvað og hvað og hvað. En ég held ég myndi sætta mig við að fara í eitt svona munkaklaustur.

Ég dáist að munkum. Ég held að þetta séu einar af hreinustu sálum í heiminum. Eina lífveran sem er hreinni er nýfætt barn. Annars eru munkar mjög skrýtnir og ég myndi ekki láta mér detta í hug að gerast einn, en bara eins og munkaklaustrin. Ég hef aldrei séð þau með berum augum en í öllum bíómyndum eru þau svo ótrúlega flott og friðsæl. Ég ætla að fara þangað einvherntímann!

fimmtudagur

Gettu betur... hahaha... ennþá betur!

Ég var að koma af viðureign Menntaskólans Hraðbraut og Fjölbrautaskólans í Garðabæ í spurningakeppninni Gettu Betur. Þar háðu liðin mikla og drengilega baráttu og vil ég óska þeim innilega til hamingju. Eeeen... Mitt lið tapaði! Ég sem var búin að kaupa mér munch og setja stríðsmálningu í andlitið og kaupa mér fg bol og ég veit ekki hvað og hvað og hvað... Ég vissi nú reyndar svarið við fæstum spurningunum en, ég átti erfitt með að skilja hvers vegna hvorugt liði gat svarað þessu:

Í eftirfarandi texta er orðaruglingur:

Stjórnin er tilbúin að leggja hönd á bagga við uppbygginguna. (eða eitthvað í þessa áttina).

Hver leggur hönd á bagga??? Á maður ekki að leggja hönd á plóg? Hvorugt liði hafði hugmynd um svarið og FG-ingar fóru í fólsku sinni að breyta setningunni í þátíð...

En þetta var engu að síður skemmtilegt og ég er bara í gúddí fílíng. Reyndar fæ ég ekki að fara aftur og öskra eins og brjálæðingur og stappa niður fótum í Vetrargarðinu (þó svo að ég efist um að nokkur myndi stoppa mig ef ég gerði það) en það verður bara að hafa það!

Hvað er hnattvæðing?


Besta dæmið sem við höfum er Díana prinsessa. Þarna höfum við breska
prinsessu með egypskum kærasta sem á sænskan gemsa. þau lenda í
árekstri í frönskum göngum þar sem þau eru í þýskum bíl með
hollenskum mótor, keyrðum af belgískum bílstjóra sem er fullur af
skosku viskíi. Þau voru elt af ítölskum paparazzi á japönsku
mótorhjóli sem tók myndir af þeim með myndavél frá Taiwan fyrir
tímarit frá Spáni. Sá sem tók á móti henni eftir slysið var
rússneskur læknir og filippínskur aðstoðarmaður sem notuðust við
meðul frá Brasilíu.


Þessi pistill var þýddur úr ensku yfir á spænsku af manni frá
Kólumbíu, sendur til vinar frá Venezuela sem sendi hann til nokkurra
Mexíkana. Þaðan barst hann áfram og var þýddur yfir á íslensku af
stúlku sem lærði spænsku í Puerto Rico. Og nú er annar Íslendingur
sem hefur greinilega ekkert betra að gera í vinnunni að lesa
þetta....


Hver nennti þessu???

þriðjudagur

Friður 2004?

Ég man ekki mikið eftir síðustu forsetakosningum enda ekki beint á þeim aldri þar sem maður situr spenntur eftir úrslitum. En ég man eftir einum frambjóðandanna. Það er hann Ástþór Magnússon blessaður kallinn. Ástþór, eins og flestir ættu að vita, var forsprakki samtakanna friður 2000. En eins og allflestir ættu líka að vita þá er ekki ennþá kominn neinn friður, allavega ekki í minni veröld. Hann Ástþór okkar er nú búinn að gera margan skandalinn eftir tilraun sína í forsetakosningunum. Sem dæmi má nefna hefur hann mætt í réttarsal með eina bæjarins bestu framan á sér (Hefur líklega verið of seinn í réttarhöldin) og í jólasveinabúningi, allt gert í góðum fílíng. Hann hefur einnig sippað eins og vitfirringur í þættinum 70 mínútur á PoppTíví. En nú er hann Ástþór kominn með útlenda tsjéllingu (ég ætla að leyfa mér að nota þetta orð þó ég sé stelpa og eigi ekki að nota það) og ætla að koma, sjá og sigra á komandi forsetakosningum.

Ég vil ekki vera með neinar framtíðarspár en ég hlakka til að fylgjast með þessu, hver veit nema hann komi bara í líki Tomma Tómats á kosningavökuna. Ég skal svo reyna að halda ykkur informed um þetta mál hér á blókinu mínu.