Gettu betur... hahaha... ennþá betur!
Ég var að koma af viðureign Menntaskólans Hraðbraut og Fjölbrautaskólans í Garðabæ í spurningakeppninni Gettu Betur. Þar háðu liðin mikla og drengilega baráttu og vil ég óska þeim innilega til hamingju. Eeeen... Mitt lið tapaði! Ég sem var búin að kaupa mér munch og setja stríðsmálningu í andlitið og kaupa mér fg bol og ég veit ekki hvað og hvað og hvað... Ég vissi nú reyndar svarið við fæstum spurningunum en, ég átti erfitt með að skilja hvers vegna hvorugt liði gat svarað þessu:
Í eftirfarandi texta er orðaruglingur:
Stjórnin er tilbúin að leggja hönd á bagga við uppbygginguna. (eða eitthvað í þessa áttina).
Hver leggur hönd á bagga??? Á maður ekki að leggja hönd á plóg? Hvorugt liði hafði hugmynd um svarið og FG-ingar fóru í fólsku sinni að breyta setningunni í þátíð...
En þetta var engu að síður skemmtilegt og ég er bara í gúddí fílíng. Reyndar fæ ég ekki að fara aftur og öskra eins og brjálæðingur og stappa niður fótum í Vetrargarðinu (þó svo að ég efist um að nokkur myndi stoppa mig ef ég gerði það) en það verður bara að hafa það!
Hvað er hnattvæðing?
Besta dæmið sem við höfum er Díana prinsessa. Þarna höfum við breska
prinsessu með egypskum kærasta sem á sænskan gemsa. þau lenda í
árekstri í frönskum göngum þar sem þau eru í þýskum bíl með
hollenskum mótor, keyrðum af belgískum bílstjóra sem er fullur af
skosku viskíi. Þau voru elt af ítölskum paparazzi á japönsku
mótorhjóli sem tók myndir af þeim með myndavél frá Taiwan fyrir
tímarit frá Spáni. Sá sem tók á móti henni eftir slysið var
rússneskur læknir og filippínskur aðstoðarmaður sem notuðust við
meðul frá Brasilíu.
Þessi pistill var þýddur úr ensku yfir á spænsku af manni frá
Kólumbíu, sendur til vinar frá Venezuela sem sendi hann til nokkurra
Mexíkana. Þaðan barst hann áfram og var þýddur yfir á íslensku af
stúlku sem lærði spænsku í Puerto Rico. Og nú er annar Íslendingur
sem hefur greinilega ekkert betra að gera í vinnunni að lesa
þetta....
Hver nennti þessu???
Engin ummæli:
Skrifa ummæli