föstudagur

Lost in translation

Fór á hana í gær. Þetta er fííín mynd. Ég var svona sátt þegar ég kom út af henni þó svo að endirinn hafi engan veginn verið endir. Það var hægt að hlægja að þessari mynd og jafnvel að svona atriðum sem voru eiginlega ekki fyndin, sum atriði bara minntu á eitthvað fyndið sem maður hafði upplifað sjálfur og þá hló maður... Mig langar hins vegar alveg ótrúlega mikið að fara til Japan eftir þessa mynd. Mjög svo skemmtilegt land líklega. Þar sem myndin gerðist var bara endalaust af ljósaskiltum og skemmtistöðum og flottum húsum og ég veit ekki hvað og hvað og hvað. En ég held ég myndi sætta mig við að fara í eitt svona munkaklaustur.

Ég dáist að munkum. Ég held að þetta séu einar af hreinustu sálum í heiminum. Eina lífveran sem er hreinni er nýfætt barn. Annars eru munkar mjög skrýtnir og ég myndi ekki láta mér detta í hug að gerast einn, en bara eins og munkaklaustrin. Ég hef aldrei séð þau með berum augum en í öllum bíómyndum eru þau svo ótrúlega flott og friðsæl. Ég ætla að fara þangað einvherntímann!

Engin ummæli: