laugardagur

Já! komin með mynd af "sjálfri mér" á prófílinn. Fór bara á Gúgl og leitaði að mús and would you just look what I found!

Takk fyrir, Takk fyrir!

fimmtudagur

Pixies í gær

og ég heima að prjóna. Já bæ þe vei, ég er að verða búin með peysuna mína sem ég byrjaði á fyrir ári síðan. Svo er ég líka að berjast við að klára að lesa Hobbitann sem ég byrjaði á um miðjan ágúst í fyrra. Ég er mjög leið. Planið var að hringja í mig á meðan Pixies var að spila bara til að ég gæti fengið að heyra lætin, eða eitthvað. Síminn varð batteríslaus hjá Ragnar og Garðar skellti bara á mig. Takk fyrir það. En það var allt í lagi, ég hélt bara áfram að prjóna.

Vinna skrinna

Ég er kannski búin að bæta dulítið úr atvinnuleysinu. Maður er kannski bara kominn með vinnu við að hreinsa skítinn upp eftir annað fólk! En það er ágætt, betra en ekkert allavega. Svo verður hún Lenus líka að vinna með mér ef allt gengur að óskum. Talandi um Lenu þá kom hún með fullt af góðum og skemmtilegum myndum fyrir mig í gær og ég er að hugsa um að sökkva mér ofan í rúmið mitt (eins og ég sé búin að vera á fótum lengi, vaknaði fyrir tæpum klukkutíma) og glápa úr mér augun. Hver veit, kannski prjóna ég á meðan?

Blessskress...

þriðjudagur

Ég er búin að fara í aðgerð, liggaliggalái!
Núna ligg ég bara og læt aðra stjana við mig og er ógeðsleg á hægra eyra... :)

En ég hef nóg að gera... lesa, prjóna, lesa, prjóna, láta stjana við mig og prjóna. Svo ef fer í hart get ég líka horft á sjónvarpið, en móðir mín var einmitt að koma í hús með fyrstu átta þættina úr Friends á DVD fyrir mig! Það er svo gaman að vera veikur!

Það þurfti að svæfa mig í gær og þegar lyfið var svona farið að virka temmilega á mig og ég svona að svífa inn í heim tómleikans (mann dreymir ekkert þegar maður er svæfður) þá spurði læknirinn mig svona "Jæja, Elín. Hvernig líður þér?" þá lék mín á alls oddi og svaraði um hæl "Ég er bara slök!". Svo man ég ekki meira eiginlega... Jú ég var látin sjúga súrefni, gaman gaman!

Verð að skundasta!

sunnudagur

Þvílík og önnur eins harka!

Það er bara vaknað klukkan átta á sunnudagsmorgni of farið út að hlaupa! Þvílíkur asnaskapur.

Fór á Van Helsing í gær. Ágætis mynd. Engin Lord of the Rings, en ágæt samt. Skemmtilegt hvað svona gamlar goðsagnir geta orðið að einhverri hryllingsmynd.
En ég þoli ekki fólk sem fer út í bíó. Og það ekki einu sinni í hléi! Það sátu við hliðina á mér 2 stelpur í gær og eftir svona 20 mínútur af myndinni fór önnur út. Svo kom hún aftur inn og hin fór út. Svo kom hún inn og hin fór aftur. Svo kom hún inn og þá fóru þær bara báðar. Ja...hérna...hér. Er ekki alveg hægt að sitja og klára myndina fyrst maður er á annað borð búinn að borga hátt í þúsund kall til að horfa á hana??? Ja...hérna...hér.
Ég sá prestinn sem fermdi mig líka í bíó. Hann var þarna með hele familien að sjá hryllingsmynd. Það þótti mér fyndið, sérstakleg í ljósi þess að myndin fjallaði um vampírur og fleiri óvætti sem eru ekki guði þóknanleg... eða só tú spík.

Síðasti heyrnalausi dagurinn!

Hann er runninn upp... síðasti heyrnalausi dagurinn minn. Eftir margra ára kvöl og pínu (ég tel sjálfri mér trú um að það hafi verið traðkað á mér á skítugum skónum sökum heyrnarleysis) fæ ég loksins heyrnina. Jibbíkóla. En enn og aftur minni ég á það að ég fer ekki á Pixies út af þessu. En enn og aftur minni ég á það að ég fer á Metallica í Egilshöll þann 4. júlí í sumar :D

Pilsner, bjór eða Pepsi Max

Ég vil fá einhverja með mér í lið og koma ákveðinni manneskju í skilning um að bjór og pilsner sé alveg jafn óhollt og Pepsi Max og aðrir kóladrykkir eða gosdrykkir. Endilega nýtið ykkur þetta forláta kommentakerfi sem okkur bloggurum hefur verið ljáð...

önntill leiter,
Músin kveður!

föstudagur

Já, bæ ðe vei!
Commentakerfi... endilega takið þátt... gífurlega skemmmmtilegt alveg!
Sumarið er tíminn...

...fyrir breytingar og hef ég því ákveðið að breyta um stíl og anda á blogginu mínu veraldarfræga og gef mér og ykkur, lesendur góðir, loforð mitt um að verða betri og samviskusamari bloggari í framtíðinni.

Heyrn, skreyln

Ég fæ kannski heyrn á mánudaginn! Eða sko, reyndar hef ég alltaf heyrt, en það er ekki það sama að heyra og heyra mæ frend. En ég hef sum sé ákveðið að leggjast undir skurðhnífinn og vona nú bara að ég verði ekki að læknamistökum og eyrað verði skorði af og ég líti út eineyrað egg.... eða eitthvað.

So sad...

Ég missi af tónleikum hljómsveitarinnar Pixies vegna ofangreindrar aðgerðar. So sad, but true... butt true! Ég neyðist því til að liggja uppi í mínu ískrandi rúmi á miðvikudagskvöld næstu viku og gráta mig í svefn á meðan minn heittelskaði fer með einhverjum skemmtilegum á tónleikana (það verður reyndar erfitt að toppa mig, en ætli hann taki ekki bara bróðir minn með... þá er hann allavega með sömu erfðirnar með sér, fyrst það besta fæst ekki...). Rassasorglegt alveg!

Píúííí...

Það er svo langt síðan ég hef skrifað hér að ég hefði getað verið búin að ná yfirráðum í heiminum og látið Bush sleikja á mér tærnar ef ég bara hefði nýtt tímann í eitthvað betra en að læra eða eitthvað álíka heimskulegt. En í stuttu máli sagt: ég er komin með nýtt herbergi, fékk sæmilegar einnkunnir(hefði getað verið betra), komin með skrifborð í fyrsta skipti í mörg ár og er á leiðinni að gerast betri manneskja. Eða kannski ég gerist bara betri mús... Who knows. Nú í sumar ætla ég svo að reyna að vera dugleg að blogga og reyna að láta gott af mér leiða svona á meðan ég er ekki mjög bussí við að vera atvinnulaus. Já, ég er sem sagt atvinnulaus og ef þið viljið gefa peningagjafir, andlegan styrk, nú já eða bara vinnu (!) endilega sendið mér e-mail á mayamus@gmail.com eða hringið í 894-1886.

And that's about it...

Læt í mér heyra en þangað til... Sjúbbídei!