fimmtudagur

Pixies í gær

og ég heima að prjóna. Já bæ þe vei, ég er að verða búin með peysuna mína sem ég byrjaði á fyrir ári síðan. Svo er ég líka að berjast við að klára að lesa Hobbitann sem ég byrjaði á um miðjan ágúst í fyrra. Ég er mjög leið. Planið var að hringja í mig á meðan Pixies var að spila bara til að ég gæti fengið að heyra lætin, eða eitthvað. Síminn varð batteríslaus hjá Ragnar og Garðar skellti bara á mig. Takk fyrir það. En það var allt í lagi, ég hélt bara áfram að prjóna.

Vinna skrinna

Ég er kannski búin að bæta dulítið úr atvinnuleysinu. Maður er kannski bara kominn með vinnu við að hreinsa skítinn upp eftir annað fólk! En það er ágætt, betra en ekkert allavega. Svo verður hún Lenus líka að vinna með mér ef allt gengur að óskum. Talandi um Lenu þá kom hún með fullt af góðum og skemmtilegum myndum fyrir mig í gær og ég er að hugsa um að sökkva mér ofan í rúmið mitt (eins og ég sé búin að vera á fótum lengi, vaknaði fyrir tæpum klukkutíma) og glápa úr mér augun. Hver veit, kannski prjóna ég á meðan?

Blessskress...

Engin ummæli: