föstudagur

Sumarið er tíminn...

...fyrir breytingar og hef ég því ákveðið að breyta um stíl og anda á blogginu mínu veraldarfræga og gef mér og ykkur, lesendur góðir, loforð mitt um að verða betri og samviskusamari bloggari í framtíðinni.

Heyrn, skreyln

Ég fæ kannski heyrn á mánudaginn! Eða sko, reyndar hef ég alltaf heyrt, en það er ekki það sama að heyra og heyra mæ frend. En ég hef sum sé ákveðið að leggjast undir skurðhnífinn og vona nú bara að ég verði ekki að læknamistökum og eyrað verði skorði af og ég líti út eineyrað egg.... eða eitthvað.

So sad...

Ég missi af tónleikum hljómsveitarinnar Pixies vegna ofangreindrar aðgerðar. So sad, but true... butt true! Ég neyðist því til að liggja uppi í mínu ískrandi rúmi á miðvikudagskvöld næstu viku og gráta mig í svefn á meðan minn heittelskaði fer með einhverjum skemmtilegum á tónleikana (það verður reyndar erfitt að toppa mig, en ætli hann taki ekki bara bróðir minn með... þá er hann allavega með sömu erfðirnar með sér, fyrst það besta fæst ekki...). Rassasorglegt alveg!

Píúííí...

Það er svo langt síðan ég hef skrifað hér að ég hefði getað verið búin að ná yfirráðum í heiminum og látið Bush sleikja á mér tærnar ef ég bara hefði nýtt tímann í eitthvað betra en að læra eða eitthvað álíka heimskulegt. En í stuttu máli sagt: ég er komin með nýtt herbergi, fékk sæmilegar einnkunnir(hefði getað verið betra), komin með skrifborð í fyrsta skipti í mörg ár og er á leiðinni að gerast betri manneskja. Eða kannski ég gerist bara betri mús... Who knows. Nú í sumar ætla ég svo að reyna að vera dugleg að blogga og reyna að láta gott af mér leiða svona á meðan ég er ekki mjög bussí við að vera atvinnulaus. Já, ég er sem sagt atvinnulaus og ef þið viljið gefa peningagjafir, andlegan styrk, nú já eða bara vinnu (!) endilega sendið mér e-mail á mayamus@gmail.com eða hringið í 894-1886.

And that's about it...

Læt í mér heyra en þangað til... Sjúbbídei!

Engin ummæli: