Ég er búin að fara í aðgerð, liggaliggalái!
Núna ligg ég bara og læt aðra stjana við mig og er ógeðsleg á hægra eyra... :)
En ég hef nóg að gera... lesa, prjóna, lesa, prjóna, láta stjana við mig og prjóna. Svo ef fer í hart get ég líka horft á sjónvarpið, en móðir mín var einmitt að koma í hús með fyrstu átta þættina úr Friends á DVD fyrir mig! Það er svo gaman að vera veikur!
Það þurfti að svæfa mig í gær og þegar lyfið var svona farið að virka temmilega á mig og ég svona að svífa inn í heim tómleikans (mann dreymir ekkert þegar maður er svæfður) þá spurði læknirinn mig svona "Jæja, Elín. Hvernig líður þér?" þá lék mín á alls oddi og svaraði um hæl "Ég er bara slök!". Svo man ég ekki meira eiginlega... Jú ég var látin sjúga súrefni, gaman gaman!
Verð að skundasta!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli