Þvílík og önnur eins harka!
Það er bara vaknað klukkan átta á sunnudagsmorgni of farið út að hlaupa! Þvílíkur asnaskapur.
Fór á Van Helsing í gær. Ágætis mynd. Engin Lord of the Rings, en ágæt samt. Skemmtilegt hvað svona gamlar goðsagnir geta orðið að einhverri hryllingsmynd.
En ég þoli ekki fólk sem fer út í bíó. Og það ekki einu sinni í hléi! Það sátu við hliðina á mér 2 stelpur í gær og eftir svona 20 mínútur af myndinni fór önnur út. Svo kom hún aftur inn og hin fór út. Svo kom hún inn og hin fór aftur. Svo kom hún inn og þá fóru þær bara báðar. Ja...hérna...hér. Er ekki alveg hægt að sitja og klára myndina fyrst maður er á annað borð búinn að borga hátt í þúsund kall til að horfa á hana??? Ja...hérna...hér.
Ég sá prestinn sem fermdi mig líka í bíó. Hann var þarna með hele familien að sjá hryllingsmynd. Það þótti mér fyndið, sérstakleg í ljósi þess að myndin fjallaði um vampírur og fleiri óvætti sem eru ekki guði þóknanleg... eða só tú spík.
Síðasti heyrnalausi dagurinn!
Hann er runninn upp... síðasti heyrnalausi dagurinn minn. Eftir margra ára kvöl og pínu (ég tel sjálfri mér trú um að það hafi verið traðkað á mér á skítugum skónum sökum heyrnarleysis) fæ ég loksins heyrnina. Jibbíkóla. En enn og aftur minni ég á það að ég fer ekki á Pixies út af þessu. En enn og aftur minni ég á það að ég fer á Metallica í Egilshöll þann 4. júlí í sumar :D
Pilsner, bjór eða Pepsi Max
Ég vil fá einhverja með mér í lið og koma ákveðinni manneskju í skilning um að bjór og pilsner sé alveg jafn óhollt og Pepsi Max og aðrir kóladrykkir eða gosdrykkir. Endilega nýtið ykkur þetta forláta kommentakerfi sem okkur bloggurum hefur verið ljáð...
önntill leiter,
Músin kveður!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli