sunnudagur

Mmmm...
Ég er hætt í vinnunni minni. Nú verða allar mínar helgar lausar! Jibbíkóla! Það er yndisleg tilfinnig. Svona hefur það ekki verið síðan ég var í 8. bekk. Hehehe. En mér finnst yndislegt til þess að hugsa að þurfa ekki að standa í lappirnar í fleiri tíma og segja: ,,Góðan daginn, get ég aðstoðað?" og brosa svo asnalega eins og einhver dúkka. Mmmm...

Afmæli skrafmæli
Í dag var haldið upp á afmælið hennar systur minnar. Oh... hún er svo yndisleg. Hún fékk Madditt á DVD og svo þegar ég spurði hana þegar rúmlega hálf myndin var búin, hver væri Madditt, þá vissi hún það ekki, en svo var hún alveg viss um að Madditt væri strákur. Þegar ég og Raggi þvertókum fyrir það þá fór hún að gráta. Æ, þessi elska. Ég borðaði úber mikið af Rice Crispies köku en hana fæ ég líka bara einu sinni á ári, þannig að þetta er bara allt í lagi.

Bless og skress

fimmtudagur

Hmm... Ég vildi ekki borða kjúkling áðan. Voðalega slepjulegt eitthvað. En ég held mig bara við fiskinn.

Ég er svolítið svekkt yfir því að það skuli ekki koma neitt svona yndislegt septemberveður eins og hefur alltaf verið í september, æ, þið vitið, svona GOTT veður. Ja, ég mótmæli. Svo verður örugglega yndislegt veður um helgina þegar ég er að vinna.

Ég er alveg að missa mig, því mig langar svo mikið að fá útrás fyrir sköpunargleðina. Ég veit bara ekki hvað ég á af mér að gera. Ég teikna myndir og skrifa og spila á fiðluna en það virðist ekki duga. Það vantar eitthvað. Ég vildi að ég hefði farið á listabraut. En því verður ekki breytt úr þessu. Kannski reyni ég bara að komast í listnám í landi Svía. Hver veit?

Bless kex

þriðjudagur

Grænmetisfæði Sollu á Grænum kosti er ekki að gera sig fyrir mig. Annars er mín tilraun til þess að vera "grænmetisæti" (ég borða fleira en grænmeti!) vel á veg komin og gengur vonum framar. Mér líður voðalega vel og er alveg í gúddí fílíng bara! Veit ekki hvort höfuðverkinn sem ég hef þjáðst af síðustu daga má skýra af næringarskorti eða hvað, en ég er alveg kúl núna, enda búin að slátra heilum 2(!) tofu buffum frá Sollu. Hver veit nema ég prufi einhvern tímann eitthvað annað frá henni. En ekki tofubuffið aftur.

Ég er svoleiðis að rústa skólanum þessa dagana. Kem heim og læri á hverjum degi og læt eins og bavíani. Mér líður yndislega! Einhvern daginn á ég eftir að hlaupa út nakin!

Sálfræði í Lundi að ári liðnu. Afmælið mitt eftir 11 daga og þá geta foreldrar mínir ekkert sagt við mig! Mohahahaha! Ekki það að ég ætli að gera allt gegn þeirra vilja. Ég er nú einu sinni litla stelpan þeirra ennþá. Ég elska þau svo mikið... Noha...

Systir mín á afmæli á morgun og eins og gefur að skilja er allt í hálofti hérna heima. Hún er alveg að rifna úr spenningi, bara gjörsamlega getur ekki hamið sig. Hún er yndi líka.

Jæja, nú ætla ég að fara að lesa klámbókina Ása, Jón og Agnarögn, en hana las ég oft forðum daga og þótti gaman að.

Hejsan!

fimmtudagur

Af hverju get ég ekki sett mynd inná? Hm...

Allavegana. Ég var að skrá mig á msn áðan og notaði gmail.com addressuna mína og svo fékk ég email frá sn til að staðfesta skráninguna. Ekki frásögu færandi nema hvað, að gmail er að reyna að stækka hóp viðskiptavina sinna og í hvert skipti sem ég fæ email frá einhverjum þá get ég boðið honum að fá sér gmail addressu. Þannig að neðst í bréfinu sem ég fékk frá Microsoft stóð:

Invite Microsoft to Gmail

Hahaha! Geðveikur brandari! Microsoft er að missa alla sína rafpósts-viðskiptavini vegna gmail, því þeir eru með 1000MB frítt minni og svo gefst mér bara kostur á því að bjóða þeim að fá sér email hjá Gmail. Hahaha! Ég ætti kannski að senda þeim þetta, bara svona upp á djókið...

Anywho. Ég er byrjuð í skólanum og allt gott og blessað við það. Ég held samt að þessi vetur verði svolítið erfiður. Alla vega fyrir jól. Svo fékk ég vinnu á bókasafninu í jólaprófunum, þannig að ég er bara góð. Svo á ég líka fullt af pening og get þess vegna farið í Interrail og lifað góðu lífi :D

Takk fyrir það og bless.
Músin