fimmtudagur

Hmm... Ég vildi ekki borða kjúkling áðan. Voðalega slepjulegt eitthvað. En ég held mig bara við fiskinn.

Ég er svolítið svekkt yfir því að það skuli ekki koma neitt svona yndislegt septemberveður eins og hefur alltaf verið í september, æ, þið vitið, svona GOTT veður. Ja, ég mótmæli. Svo verður örugglega yndislegt veður um helgina þegar ég er að vinna.

Ég er alveg að missa mig, því mig langar svo mikið að fá útrás fyrir sköpunargleðina. Ég veit bara ekki hvað ég á af mér að gera. Ég teikna myndir og skrifa og spila á fiðluna en það virðist ekki duga. Það vantar eitthvað. Ég vildi að ég hefði farið á listabraut. En því verður ekki breytt úr þessu. Kannski reyni ég bara að komast í listnám í landi Svía. Hver veit?

Bless kex

Engin ummæli: