þriðjudagur

Grænmetisfæði Sollu á Grænum kosti er ekki að gera sig fyrir mig. Annars er mín tilraun til þess að vera "grænmetisæti" (ég borða fleira en grænmeti!) vel á veg komin og gengur vonum framar. Mér líður voðalega vel og er alveg í gúddí fílíng bara! Veit ekki hvort höfuðverkinn sem ég hef þjáðst af síðustu daga má skýra af næringarskorti eða hvað, en ég er alveg kúl núna, enda búin að slátra heilum 2(!) tofu buffum frá Sollu. Hver veit nema ég prufi einhvern tímann eitthvað annað frá henni. En ekki tofubuffið aftur.

Ég er svoleiðis að rústa skólanum þessa dagana. Kem heim og læri á hverjum degi og læt eins og bavíani. Mér líður yndislega! Einhvern daginn á ég eftir að hlaupa út nakin!

Sálfræði í Lundi að ári liðnu. Afmælið mitt eftir 11 daga og þá geta foreldrar mínir ekkert sagt við mig! Mohahahaha! Ekki það að ég ætli að gera allt gegn þeirra vilja. Ég er nú einu sinni litla stelpan þeirra ennþá. Ég elska þau svo mikið... Noha...

Systir mín á afmæli á morgun og eins og gefur að skilja er allt í hálofti hérna heima. Hún er alveg að rifna úr spenningi, bara gjörsamlega getur ekki hamið sig. Hún er yndi líka.

Jæja, nú ætla ég að fara að lesa klámbókina Ása, Jón og Agnarögn, en hana las ég oft forðum daga og þótti gaman að.

Hejsan!

Engin ummæli: