sunnudagur

Mmmm...
Ég er hætt í vinnunni minni. Nú verða allar mínar helgar lausar! Jibbíkóla! Það er yndisleg tilfinnig. Svona hefur það ekki verið síðan ég var í 8. bekk. Hehehe. En mér finnst yndislegt til þess að hugsa að þurfa ekki að standa í lappirnar í fleiri tíma og segja: ,,Góðan daginn, get ég aðstoðað?" og brosa svo asnalega eins og einhver dúkka. Mmmm...

Afmæli skrafmæli
Í dag var haldið upp á afmælið hennar systur minnar. Oh... hún er svo yndisleg. Hún fékk Madditt á DVD og svo þegar ég spurði hana þegar rúmlega hálf myndin var búin, hver væri Madditt, þá vissi hún það ekki, en svo var hún alveg viss um að Madditt væri strákur. Þegar ég og Raggi þvertókum fyrir það þá fór hún að gráta. Æ, þessi elska. Ég borðaði úber mikið af Rice Crispies köku en hana fæ ég líka bara einu sinni á ári, þannig að þetta er bara allt í lagi.

Bless og skress

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er engin gestabók á þessari síðu til að óska þér til hamingju með afmælið stelpa :) En ég geri það hér með :)

Rúnus