fimmtudagur

Af hverju get ég ekki sett mynd inná? Hm...

Allavegana. Ég var að skrá mig á msn áðan og notaði gmail.com addressuna mína og svo fékk ég email frá sn til að staðfesta skráninguna. Ekki frásögu færandi nema hvað, að gmail er að reyna að stækka hóp viðskiptavina sinna og í hvert skipti sem ég fæ email frá einhverjum þá get ég boðið honum að fá sér gmail addressu. Þannig að neðst í bréfinu sem ég fékk frá Microsoft stóð:

Invite Microsoft to Gmail

Hahaha! Geðveikur brandari! Microsoft er að missa alla sína rafpósts-viðskiptavini vegna gmail, því þeir eru með 1000MB frítt minni og svo gefst mér bara kostur á því að bjóða þeim að fá sér email hjá Gmail. Hahaha! Ég ætti kannski að senda þeim þetta, bara svona upp á djókið...

Anywho. Ég er byrjuð í skólanum og allt gott og blessað við það. Ég held samt að þessi vetur verði svolítið erfiður. Alla vega fyrir jól. Svo fékk ég vinnu á bókasafninu í jólaprófunum, þannig að ég er bara góð. Svo á ég líka fullt af pening og get þess vegna farið í Interrail og lifað góðu lífi :D

Takk fyrir það og bless.
Músin

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vinnu á bókasafni...til hamingju! Aldrei fær maður að vita neitt! Sigrún