þriðjudagur

Þetta er nú alveg mega sega skrítið. Nú er ég að blóka á tölvu kallsins en eins og glöggir fylgjendur mínir vita, þá á hann iBook. Nú fer ég inn á blóksíðuna og þá er bara allt á kínversku! Og ég verð að játa mig seka að því að ég kann ekki mikið í kínversku, en ég reyndi að komast í gegnum þetta allt saman og komst inn á blókið mitt. Ekki nóg með það, ég þarf alltaf að skipta yfir á íslensku þegar ég byrja að skrifa svo ég geti skrifað íslenska sérstafi. Ég er nú farin að efast um gæði makkanna. FM-makkanna? Nei það voru Hnakkar...

Anywho... Það sem ég ætlaði að segja er að ég er búin með næstsíðustu önn mína í framhaldsskóla. Hver hefði haldið!? Kláraði prófin í morgun með því að semi brillera á íslensku 503 prófi úr bókmenntasögu síðust aldar. En það var ekki svo slæmt. Ég er að minnsta kosti ekki fallin!

Fyllerí á morgun? ég spyr. Ekki í kvöld að minnsta kosti. Ég gerðist svo fræg að vaka í fyrsta skipti í gærkvöldi við að læra. Aldrei hef ég vakað óhóflega lengi áður til að læra. Eða að minnsta kosti minnir mig ekki. En það er nú allt önnur ella...

Ætla að fara að lesa The Curiouse Incident of a Dog in the Night-Time... sem útlegst á íslensku sem Undarlegt Háttarlag Hunds um Nótt. Hef heyrt hún sé góð en ég þori ekki að dæma af fyrstu 10 blaðsíðunum.

Lifið í fríi en ekki spíi...

Músin... Sem veit ekki hvort það var Sigurður Einarsson eða Sigríður Einarsdóttir!

Engin ummæli: