sunnudagur

Læri læri tækifæri!
Eins og fróður mörður sagði eitt sinn.

Nú er ég búin að sitja á bóksafni ónefnds fjölbrautaskóla hér í bæ í 11 og 1/2 og rotna og læra um okkar ástkæru og ylhýru rithöfunda í gegnum öldina sem leið. Hver hefði vitað að við ættum svona marga klikkhausa, hasshausa og rasshausa? Nú, ekki ég. Ég á víst að fara í próf í fræði sálar á morgun en ég er sama og ekkert búin að læra... Kenning Piaget anyone? Hjálpi mér allir heilagir!

Það hefur ríkt óvenju mikil þögn á þessu bókasafni í dag. Það gæti verið lægðin yfir landinu... það gæti líka verið þessi heilagi dagur sem sunnudagur er. En hvað sem öðru líður, þá hef ég einungis þurft að sussa svona þrisvar... jafnvel fjórum sinnum, en það er líka bara algjört lágmark miðað við suma dagana. En spáum í það að ég á kortér eftir af þessari unaðslegu jólavinnu minni og svo er ég gott sem komin í frí.

Jólasveinninn kom í gær... ég gleymdi að setja skóinn minn út í glugga... ætla að gera það í kveld... Ætli hann muni eftir mér...? Hversu óþekkur þarf maður að vera til þess að fá kartöflu í skóinn hvern einasta dag frá hverjum einasta jólasveini yfir ein jól? Maður spyr sig!

Kveðja úr bókmenntalífinu

Músin, með fullan matinn af rugli!

Engin ummæli: