sunnudagur

Lægð og heilaskaði

Það er lægð yfir landi ísa í dag... og ég finn það í hjarta mínu. Og reyndar höndum líka! Það er skítkallt í þessari tölvustofu niðri í skóla. En ég er samt spræk að vanda. Vaknaði klukkan níu í morgun að sjálfsdáðum... Já, þú last rétt kæri vin, að sjálfsdáðum, engin vekjaraklukka og ekki neitt. En það er nú allt önnur Ella.

Reyndar vaknaði ég fyrst eitthvað fyrr... Kannski svona um sjö leytið. Þá var ég að reyna að ná sambandi við Ragga... svona eftir á að hyggja er kannski ekki skrítið að hann hafi ekki svarað mér í fyrstu þrjú skiptinn... Ég kallaði hann nefnilega mömmu. Ég sagði þrisvar mamma við hann áður en ég fattaði að þetta var bara alls ekki rétt nafn sem ég var að nota og þá sagði ég raggi og viti menn! Þá svarði kallinn. En þetta er allt í lagi, hann var ekki að sofa yfir sig.

Nú, eins og áður sagði, þá vaknaði ég klukkan níu og skundaði í ræktina, með svona ca. hálfan líter af vatni í maganum og 37,3 cheerios hringi í maganum. Þar var þessi annars ágæti karl sem var að labba á hlaupabretti og horfa á eitthvað dauðarokk á popptíví. Nú ég spurði kauða hvort hann hefði nú mikið á móti því að ég skiptium stöð... "Nei, í guðanna bænum! Það er allt í lagi" svaraði hann að bragði. Ég hef löngum furðað mig á því hvað fólk er að pæla þegar það kemur með tveggja ára krakkana sína í ræktina. Svo fer það bara að sprikla eins og ekkert sé sjálfsagðara og krakkarnir dúlla sér við að reyna að lifta lóðum sem eru svona um það bil jafn þung og þau sjálf. Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst þetta kjánalegt.

Hahaha! Ég er með stjörnumerki í andlitinu! Það er vinnukonurnar þjár. Það eru sem sagt þrjár bólur í nokkuð beinni línu (nokkuð beinni sko) yfir andlitið mitt og ég verð að viðurkenna að það er asskoti kúl. Ég er svo kúl ég er að deyja! Svo er ég líka með augabrúnir sem minna á ónefndan aðila sem þykist vera rosalega kúl í skólanum og hefur meðal annars setið fyrir í auglýsingum tískuveruverslunarinnar seitján...

Tútelpipp!

Músin... Ha? Próf?

Engin ummæli: