fimmtudagur

Awwwww.... Mamma var að koma heim og hún gaf mér bók sem heitir Heimsins Besta Dóttir! Er það sætt eða er það sætt?
Ég held hún hafi gefið mér hana því að smásagan mín var valin smásaga nóvembermánaðarins á huga.is. Það sem ég var stolt þegar ég sá það áðan!!! Ég hélt að ég ætlaði að springa í tætlur. Það er verst að það veit enginn að ÉG skrifaði hana. Bara einhver manneskja á huga. En ég er að hugsa um að leggja skriftirnar fyrir mig. Allavega eitthvað smá. Mér finnst það voða gaman og ég get þetta greinilega! Ég er til dæmis ekki búin að fá eina einustu slæmu umfjöllun á huga. Það tel ég gott. Ég er bara búin að fá einhver svona komment til að bæta mig, allt sent frá einhverjum sem eru virkilega klárir í þessu.
En núna er ég pínu lítið hrædd um að næsta saga verði alveg hræðilega ömurleg, að ég hafi bara verið heppin þegar ég skrifaði Flórsykurssnjó. En ég vona ekki því ég vil endilega halda áfram að skrifa, það er nú einu sinni það skemmtilegasta sem ég geri.
Nú þarf ég sko að kaupa svona bók handa mömmu sem heitir heimsins besta mamma. Ég skýst bara í einhverju matarhléi í fínu, flottu vinnunni minni niðri á Laugavegi einhverntímann í næstu viku.

Engin ummæli: