fimmtudagur

Okey. Hversu lengi er hægt að hanga yfir bók sem heitir MUNDOS1 og í eru margar sögur sem segja allar frá einhverjum geðfúlum spánverjum sem eru að taka til í garðinum sínum, kaupa sér íbúð eða að reyna við ljóshærðar bláeygar íslandsdætur? Það eru takmörk!
Ég fór til að kveikja á sjónvarpinu mínu og uppi á því var mjög freistandi hlutur, pakkaður inn í plast sem má ekki opna fyrr en kl. 14:30 á morgun! FORMÚLA 1 LEIKURINN MINN Í PLAYSTATION 2!!! Aaaarg! Ég þoli það ekki þegar pabbi setur einhverjar svona reglur! Gat hann ekki bara slept því að segja mér að hann hefði keypt hann þangað til ég væri BÚIN í prófum?
En aftur af sjónvarpinu. Það er kveikt á þessari forlátu sjónvarpsstöðu PoppTíVí. Aldrei þessu vant er íslensk hljómsveit að verma skjáinn og er það enginn annar en hann Ragnar Solberg í Sign sem er að syngja. Ekki það að ég sé að setja eitthvað út á hljómsveitina, því þetta lag er með eindæmum gott. En ætli drengurinn hafi eitthvað misskilið sjampó? Hárið hans er svona meira eins og hann hafi sett sjampóið í það og gelymt að skola það úr... eða bara slept því. En þetta er nú bara hreint ágætis lag. Ég er að heyra það í fyrsta skipti í heild sinni núna.

Engin ummæli: