Bókasafn og garðbæingar
Það er búið að vera alveg svívirðilega mikið að gera hjá mér síðustu daga og vikur og jafnvel mánuði. Núna er ég í prófum, búin með 1, 4 eftir! Ætli Laxness viti af þessu?
Nú, eins og flestir vita er ég að vinna á bókasafninu í skólanum, sem er alveg jävla fínt, því ég get bara lært á launum, talandi um lúxus. En það er ekki frásögu færandi, nema hvað, að ég var að vinna á síðastliðinn þriðjudag, sem einmitt vildi svo til að var síðasti dagurinn fyrir fyrsta prófið.
Nú var það svo að margir eldri bekkingar voru að læra fyrir sögupróf, próf sem hefur verið á margra vörum upp á síðkastið, og ekkert um það að segja, annað en það að það er viðbjóður. Nú eins og áður hefur verið nefnt, þá voru margir eftir bekkingar að læra, og ég komst að því að upp til hópa eru garðbæingaunglingar ekkert annað en ofdekraðir, hallærislegir, yfirgengilegir hálfvitar, (taki til sín sem eiga og engin móðgun við þá sem ekki taka til sín og ekki eiga) sem láta innflytjanda úr kópavoginum tína upp eftir sig eftirfarandi:
- nammibréf
- kókflöskur
- hálfétnar samlokur
- strokleður
- hálfétin epli
- nammibréf sem einhverra hluta vegna komst upp í bókahillu!
- tyggjó
- ókláraðan skyr.is drykk
- opna, en þó fulla kókómjólk
- smátt rifin nammibréf, sem voru dreifð snyrtilega um gólfið
- hálfétnar skólabækur
- misheppnuð útprent
- notaðann smokk
- eyra
- jólaljósaseríur
- vettlinga
- pennaveski og penna og fleira pennalegt
- skammarlegt skólablað sem ber það frumlega heiti Kind
- hálfklárað íste
- kynfræðsluteikningar af töflum (svipaðar þeim sem maður lék sér að að gera upp á töflu þegar maður var í fimmta bekk... muniði?)
- klósettpappír
- og svo margt margt fleira, sem varla tekur að nefna hér.
En nóg um það. Þá vitiði skoðun mína á þessum kapítalista afkvæmum sem vita ekki hvað það er að fullorðnast.
Kveðja
Músin, í besta skapi í heimi!
P.s. Þó svo að ég búi í garðabæ þá er ég ekki Garðbæingur (ég gæti nú ekki verið að drita yfir sjálf mig er það?) heldur er ég garðabæjarbúi. Hins vegar er ég stoltur Kópavogingur! og hananú!!
1 ummæli:
Sæl elínrass
Hér sit ég á mínum RASSI og skil ekki RASS í því að ég sé ekki búin að rita á síðuna þína fyrr, en ég hef margoft setið á RASS-inum mínum og skoðað síðuna þína...sem er alveg brilliant eins og eigandinn...
Endilega líttu við hjá mér á www.hrebbna.tk þar sem ávallt er heitt á könnunni!
Kv Hrefna..a.k.a bósi/berglind
Skrifa ummæli