Kallinn floginn til sverige yfir jólin... Fínt að fá smá tíma fyrir sjálfan sig, en ég neita því ekki að það hafi verið svolítil eftirsjá þegar hann gekk upp í fríhöfnina... Ég meina, það er ekki hægt að ekki sakna ástmanns síns yfir aðal hátíðis/éti/leti/freti-daga ársins... Annars væri maður nú bara eitthvað brenglaður. Ég er latari en allt sem latt er...
Tuttugu og fjórir
Ég er alveg að missa mig yfir þessum frábæru þáttum! Er með seríu 2 í láni og ég bara næ varla að slíta mig frá þessari schnilld!
Þrjúhundruðsextíuogfimm
Fékk frábærustu dagbók sem um getur frá kallinum í svona fyrirfam jólagjöf í gær... Hún er geggjuð! Með alls konar svona flippuðu túdúi á hverri síðu. Til dæmis er miðvikudagurinn fimmti janúar sá dagur þar sem maður á að vera mannæta í einn dag... Flipp! Ég segi nú ekki meira. Ég elska þennan elskuhuga minn!
Takiði skrefið
Borið í nefið!
Músin sem aldrei sefur...
2 ummæli:
Bibban: Já, það er bara ansi erfitt að kveðja ástina sína yfir jólin!! En við stöndum saman í þessu kerlingarnar, og lærum að njóta jólanna einar...sameinaðar stöndum vér!!!
Vá! Þú veist ekki hvað ég er fegin að finna einhvern sem getur skilið þann horror sem ég er að ganga í gegnum. Við komumst í gegnum þetta, án nóakonfekts, eða með.
Yfir og út
Skrifa ummæli