Úps!
Einhvers staðar á lífsleiðinni fór ég úr því að vera fyrirmyndar nemandi í Súsúkítónlistarskólanum og yfir í að verða fyrirmyndar systir í Súsúkískólanum. Er þá ekki rökrétt að ég verði næst fyrirmyndar mamma í Súsúkískólanum? Ég spyr... Einhver sjálfboðaliði til að láta þetta gerast? Anyone?
Ég held að jólasveininn sé ekki alveg að skilja konseptið. Ég er ekki ennþá búin að fá í skóinn! Samt er ég búin að standa á haus og vera eins góð stelpa og mögulega hef getað, en allt hefur komið fyrir ekki; ég fæ ekki neitt í skóinn. Ég treysti samt ennþá á Kertasníki með sitt góða og sígilda Prins Póló og Malt á aðfangadagsmorgunn. Mmmm... ég get ekki beðið eftir því að kúra undir sæng með Fíber/ljósleiðaratréð mitt á fullu blasti, prins í annarri og malt í hinni og að horfa á barnaefnið! Það verður gjuðveikt! Sérstaklega af því að ég er í fríi núna sko... alveg í fríi.
Skötuskandall
Skatan verður í hádeginu á morgun en ekki að kvöldi til eins og hefur verið hefðin að minnsta kosti síðustu átján árin. Nú er ég hlessa.
Pælið í þessu: ef þið takið k-ið úr orðinu Skatan þá fáið þið... Já! Satan! Hverjum hefði dottið þetta í hug? Kannski er þetta leið djöfulsins til þess að koma sér inn í þau rólegheit og þá birtu og gleði sem fylgir jólunum. Hann gerir heiðarlega tilraun til þess að drepa verslunarfólk úr fýlu á þorláksmessukvöld með því að senda illa þefjandi íslendinga í síðustu mínútu verlsunarleiðangur. Pælum aðeins í þessu! Gæti maður ekki ímyndað sér að prumpufýla sjálfs djöfulsins sé eins og lyktin af skötunni?
Músin - sem veit ekki í hvorn fótin hún á að stíga
1 ummæli:
Ég fékk ekkert í skóinn, fékk reyndar tyggjó Á skóinn minn á aðfangadag..held samt að það teljist ekki með :/
Kv hrebbna
Skrifa ummæli