VÁ MAR!
Var á Sól og Mána og þetta er geggjuð sýning! Í lokin var ég komin með tárin í augun og ég var með gæsahúð svona mest allan tímann. Það fer nú varla fram hjá neinum að Sálin hans Jóns míns eru bara hreinir snillingar og þeir eiga skilið stórt hrós fyrir framlag sitt til íslensku tónlistarflórunnar. Það eina sem skyggði á fyrripart sýningarinnar voru endurtekin hóstaköst sem ég fékk. Ég er með norskt kvef. Það er algjör djöfull! Mjög leiðinlegt. Kona sem sat fyrir framan mig hvarf eftir hlé með alla sína familíu sem voru ein fimm, sex sæti, og vil ég meina að það hafi verið hóstakastinu mínu að kenna. Ég skil ekki alveg hvað fólki gengur til með að vera með svona stæla! Ég meina, kommon, ég er með hósta, hvað á ég að gera í því??? Ég fékk mér hóstasaft og var með ópal (sem virkaði reyndar ekki sem skildi) og ég reyndi hvað ég gat til að kæfa þetta! En mér er svo sem alveg sama. Hún missti af flottasta atriðinu í allri sýningunni, þar sem gaurinn sem leikur bróðir Baltasar Kormáks í Djöflaeyjunni fer á kostum og sannaði fyrir mér í eitt skipti fyrir öll að hann er einn besti leikari okkar íslendinga. Nú jæja, ég ætlaði að reyna að hemja mig og skrifa ekki mikið í hver skipti þannig að ég kveð bara núna.
Góða nótt!
laugardagur
fimmtudagur
Þar sem tekið var af mér loforð í fyrrdag um að ég bloggi á hverjum degi tel ég réttast að standa við það.
Ég er ofsótt í draumum!
Í nót svaf ég sama og ekki neitt og mig dreymdi alveg skrýtnasta draum sem ég man eftir að hafa dreymt. Ég var bara á röltinu með einhverjum tveimur gaurum. Annar var svolítið þybbinn en hinn var mjór og ljóshærður... reyndar alveg eins og Kurt Cobain...! Ég vissi að þessi bók myndi hafa alvarleg áhrif á mig. Ég bara vissi það! En annars verður plakatið mitt hengt upp á vegg í dag. Mér finnst það svo flott að það er alveg að fara með mig bara!
Hann á afmæli...
hann pabbi... Hann á afmæli í dag. Og það verður engin svakaleg veisla en ég ætla að nýta tækifærið og óska honum innilega til hamingju með daginn.
Takk fyrir það!
Ég er ofsótt í draumum!
Í nót svaf ég sama og ekki neitt og mig dreymdi alveg skrýtnasta draum sem ég man eftir að hafa dreymt. Ég var bara á röltinu með einhverjum tveimur gaurum. Annar var svolítið þybbinn en hinn var mjór og ljóshærður... reyndar alveg eins og Kurt Cobain...! Ég vissi að þessi bók myndi hafa alvarleg áhrif á mig. Ég bara vissi það! En annars verður plakatið mitt hengt upp á vegg í dag. Mér finnst það svo flott að það er alveg að fara með mig bara!
Hann á afmæli...
hann pabbi... Hann á afmæli í dag. Og það verður engin svakaleg veisla en ég ætla að nýta tækifærið og óska honum innilega til hamingju með daginn.
Takk fyrir það!
miðvikudagur
Ég held ég sé búin að sofa of mikið í þessu blessaða sumarfríi. Allavega er hausinn minn að mótmæla harðlega þessa stundina.
Ég hef komist að því að það er alveg nákvæmlega sama hvar þú þrífur í húsinu, það er leiðinlegast að gera það inni í þínu eigin herbergi. Mér finnst það hundleiðinlegt og sem dæmi má nefna að ferðataskan mín er ennþá á gólfinu eftir að ég kom heim frá Noregi sem var núna fyrir rétt tæpri viku. Ég hef allan þann tíma sem þarf, en einhvern veginn er bara miklu skemmtilegra að lesa og gera eitthvað annað sniðugt. Annars leiðist mér alveg hrikalega þar sem allir sem ég þekki eru að vinna og ekki ég og ég lýsi hér eftir "leikfélaga" sem hefur ekkert betra við tímann sinn að gera í sumar en að hanga með mér.
Annars er ég hálfnuð með Heavier than Heaven og Kurt er orðinn 24. Ég held ég hafi aldrei lesið jafn ágæta bók og það getur vel farið svo að ég kaupi mér hana bara og lesi hana aftur einhvern tíman. En eigum við ekki bara að láta duga að komast einu sinni í gegnum hana... hmm...
Veðrið úti er æsilegt og ég þarf að baka fyrir afmæli gamla mannsins á heimilinu sem verður á morgun þannig að ég kveð ykkur með þessum orðum.
Ég hef komist að því að það er alveg nákvæmlega sama hvar þú þrífur í húsinu, það er leiðinlegast að gera það inni í þínu eigin herbergi. Mér finnst það hundleiðinlegt og sem dæmi má nefna að ferðataskan mín er ennþá á gólfinu eftir að ég kom heim frá Noregi sem var núna fyrir rétt tæpri viku. Ég hef allan þann tíma sem þarf, en einhvern veginn er bara miklu skemmtilegra að lesa og gera eitthvað annað sniðugt. Annars leiðist mér alveg hrikalega þar sem allir sem ég þekki eru að vinna og ekki ég og ég lýsi hér eftir "leikfélaga" sem hefur ekkert betra við tímann sinn að gera í sumar en að hanga með mér.
Annars er ég hálfnuð með Heavier than Heaven og Kurt er orðinn 24. Ég held ég hafi aldrei lesið jafn ágæta bók og það getur vel farið svo að ég kaupi mér hana bara og lesi hana aftur einhvern tíman. En eigum við ekki bara að láta duga að komast einu sinni í gegnum hana... hmm...
Veðrið úti er æsilegt og ég þarf að baka fyrir afmæli gamla mannsins á heimilinu sem verður á morgun þannig að ég kveð ykkur með þessum orðum.
þriðjudagur
Fólk er farið að kvarta undan því að ég bloggi ekki nógu mikið. Mikið er það gaman! Ég veit það þó að ég á hér trausta lesendur. Takk fyrir það!
Sumarfríið
er nú ekki búið að vera upp á marga fiska síðan ég kom heim frá Noregi. Ég er meira kannski eins og svona búin að sitja heima, lesa, lesa meira, hlusta á tónlist, horfa á sjónvarpið (þá hefur Wayne´s World iðulega orðið fyrir valinu) og svo mætti ég reyndar á eina hljómsveitaræfingu í gær. Já, það var nú meira vesenið! Ég var búin að ákveða að fara í bíó með ágætis vinkonu minni, en nei, þá var ég vinsamlega minnt á að ég átti að mæta á einhverja bölvaða æfingu inni í Hafnarfirði. Þess má til gamans geta að ég leggst í þunglyndi í hvert skipti sem ég uppgötva að það sé hljómsveitaræfing. Svo ég mætti á æfingu og var mér tjáð það að ég ætti að bera út einhver 1000 blöð um Hafnfirska listahátíð sem verður 1. júní. Ekki það að ég hafi eitthvað betra að gera. Ég hef nákvæmlega ekkert að gera. Vinnan mín krefst þess að ég æfi mig á fiðluna hérna heima eða í tónlistarskólanum og ég get ekki sagt að álagið sé að gera út af við mig eða eitthvað. Annars komst ég að því að skrifa svona 10 blaðsíðna ritgerð í hvert sinn sem ég blogga og ég get ekki ímyndað mér að nokkur manneskja nenni að lesa þetta allt þannig að ég ætla bara aðeins að slaka á munnræpunni... eða skrifræpunni.
Þannig að ég segi bara bless og takk í dag (Ég vona að þetta svali lestraræði þínu Sigrún mín ;)
Sumarfríið
er nú ekki búið að vera upp á marga fiska síðan ég kom heim frá Noregi. Ég er meira kannski eins og svona búin að sitja heima, lesa, lesa meira, hlusta á tónlist, horfa á sjónvarpið (þá hefur Wayne´s World iðulega orðið fyrir valinu) og svo mætti ég reyndar á eina hljómsveitaræfingu í gær. Já, það var nú meira vesenið! Ég var búin að ákveða að fara í bíó með ágætis vinkonu minni, en nei, þá var ég vinsamlega minnt á að ég átti að mæta á einhverja bölvaða æfingu inni í Hafnarfirði. Þess má til gamans geta að ég leggst í þunglyndi í hvert skipti sem ég uppgötva að það sé hljómsveitaræfing. Svo ég mætti á æfingu og var mér tjáð það að ég ætti að bera út einhver 1000 blöð um Hafnfirska listahátíð sem verður 1. júní. Ekki það að ég hafi eitthvað betra að gera. Ég hef nákvæmlega ekkert að gera. Vinnan mín krefst þess að ég æfi mig á fiðluna hérna heima eða í tónlistarskólanum og ég get ekki sagt að álagið sé að gera út af við mig eða eitthvað. Annars komst ég að því að skrifa svona 10 blaðsíðna ritgerð í hvert sinn sem ég blogga og ég get ekki ímyndað mér að nokkur manneskja nenni að lesa þetta allt þannig að ég ætla bara aðeins að slaka á munnræpunni... eða skrifræpunni.
Þannig að ég segi bara bless og takk í dag (Ég vona að þetta svali lestraræði þínu Sigrún mín ;)
föstudagur
Haha!
Komin heim í heiðardalinn! Ég er dauðþreytt eftir æsiskemmtilega ferð, mikið djamm og mikið gaman. Ég tók tæplega 300 myndir í ferðinni og ætlar góðvinur minn hann Tommi að reyna að hjálpa mér að finna aðferð við að setja mynirnar hér inn svona ykkur til skemmtunar og yndisauka.
Annars grét himinn og jörð þegar við íslendingar yfirgáfum svæðið með miklum sudda og viðbjóði, en Ísland fagnaði með fallegu veðri og steikjandi hita (á íslenskan mælikvarða).
Hvað með íslensku stelpurnar?
Í Noregi breyðast sögur mjööög fljótt út, sérstaklega þegar maður er í svona litlum bæ eins og Gjovik, einungis 200.000 manns eða svo. Þar voru bara allir búnir að ákveða það að íslenskar stelpur væru druslur og það var svolítið fyndið að sjá að um leið og strákarnir föttuðu að maður var að tala íslensku, þá voru þeir bara nánast komnir ofan í kok á manni... eða svo að segja. Annars voru þeir nú allir hálf sorglegir og gátu ekkert gert eða sagt nema eftir svona um það bil 5 bjóra en þá voru þeir samt farnir að sveifla ímynduðum typpum yfir axlirnar og láta öllum illum látum! Í nótt var svo partý til klukkan 7 í morgun og allir norsararnir hressir og kátir klukkan 8 í skólann. Ég fór samt heim þar sem ég var engan veginn að skemmta mér í kringum sumt af þessu fólki. Það er erfitt að höndla 17 og 18 ára fólk sem er enn rétt að byrja á gelgjunni. Þvílík dramatík og Guiding Light að það gæti alveg farið með mann. Annars var svolítið gaman að kynnast Norskum drykkjuhefðum og djammi. Ég fór þarna inn á skemmtilegasta bar sem ég hef farið inn á. Þetta var svona lítill myrkur staður, með svona bása út um allt þar sem fólk sat og svo var bara lítið svið þar sem mikil tilraunastarfsemi fór fram. Þar voru bara krakkar á aldur við mig að spila frumsamin lög, allt svona í þessum rokk dúr sko, og ég var að fíla mig í tætlur! Algjört æði. Svo komst ég hálfa leiðina á hann aftur í gær en hópurinn splundraðist og ég fékk mér bara að borða og fór svo heim. Annars er drulludýrt að lifa í noregi, bjórinn á 160 kall norskar kippan (norksa krónan er 10,9 ISK), píkubjórinn svokallaði miklu ódýrari og eftirdjammmatur yfirleitt ekki minna en 800 kall, alveg sama hvað maður reyndi. En þetta var gaman og hamingja verður ekki keypt með peningum, þannig að núna er ég bara fátæk en ánægt lítil hnáta í sumarfríi. Og á sumrin gerast hlutirnir, þið vitið það! Ég er alls ekki komin langt með Heavier than heaven enda les maður lítið í bók þegar maður kemur heim klukkan 3 á nóttunni eftir mikið klifur og púl í brekku sem liggur upp að norska heimili mínu (það er búið að bjóða mér gistingu þar aftur ef ske kynni að ég leggi leið mína aftur til norge!). En í flugvélinni í dag tókst mér að klóra mig í gegnum allavega 10 blaðsíður í einum teig og leið mér bara nokkuð vel eftir á.
Kaizers Orchestra
er eitt heitast bandið í Noregi í dag. Ég keypti mér diskinn. Þeir sem ég þekki og eru forvitnir endilega komið til mín og hlustið. Þetta er gaman. Samt mjög svona sérstakt, orgelspil, harmónikkuspil, tunnuspil, allskonarspil bara. Mjög skemmtilegt, og allt sungið á norsku!
En þar sem sumar og sól ríkir nú á landi ísa hef ég ákveðið að skjóta mér út og láta sólina baka andlit mitt í svona smá stund áður en ég fæ mér íslenska pitsu í kveldmat.
Takk fyrir það
Komin heim í heiðardalinn! Ég er dauðþreytt eftir æsiskemmtilega ferð, mikið djamm og mikið gaman. Ég tók tæplega 300 myndir í ferðinni og ætlar góðvinur minn hann Tommi að reyna að hjálpa mér að finna aðferð við að setja mynirnar hér inn svona ykkur til skemmtunar og yndisauka.
Annars grét himinn og jörð þegar við íslendingar yfirgáfum svæðið með miklum sudda og viðbjóði, en Ísland fagnaði með fallegu veðri og steikjandi hita (á íslenskan mælikvarða).
Hvað með íslensku stelpurnar?
Í Noregi breyðast sögur mjööög fljótt út, sérstaklega þegar maður er í svona litlum bæ eins og Gjovik, einungis 200.000 manns eða svo. Þar voru bara allir búnir að ákveða það að íslenskar stelpur væru druslur og það var svolítið fyndið að sjá að um leið og strákarnir föttuðu að maður var að tala íslensku, þá voru þeir bara nánast komnir ofan í kok á manni... eða svo að segja. Annars voru þeir nú allir hálf sorglegir og gátu ekkert gert eða sagt nema eftir svona um það bil 5 bjóra en þá voru þeir samt farnir að sveifla ímynduðum typpum yfir axlirnar og láta öllum illum látum! Í nótt var svo partý til klukkan 7 í morgun og allir norsararnir hressir og kátir klukkan 8 í skólann. Ég fór samt heim þar sem ég var engan veginn að skemmta mér í kringum sumt af þessu fólki. Það er erfitt að höndla 17 og 18 ára fólk sem er enn rétt að byrja á gelgjunni. Þvílík dramatík og Guiding Light að það gæti alveg farið með mann. Annars var svolítið gaman að kynnast Norskum drykkjuhefðum og djammi. Ég fór þarna inn á skemmtilegasta bar sem ég hef farið inn á. Þetta var svona lítill myrkur staður, með svona bása út um allt þar sem fólk sat og svo var bara lítið svið þar sem mikil tilraunastarfsemi fór fram. Þar voru bara krakkar á aldur við mig að spila frumsamin lög, allt svona í þessum rokk dúr sko, og ég var að fíla mig í tætlur! Algjört æði. Svo komst ég hálfa leiðina á hann aftur í gær en hópurinn splundraðist og ég fékk mér bara að borða og fór svo heim. Annars er drulludýrt að lifa í noregi, bjórinn á 160 kall norskar kippan (norksa krónan er 10,9 ISK), píkubjórinn svokallaði miklu ódýrari og eftirdjammmatur yfirleitt ekki minna en 800 kall, alveg sama hvað maður reyndi. En þetta var gaman og hamingja verður ekki keypt með peningum, þannig að núna er ég bara fátæk en ánægt lítil hnáta í sumarfríi. Og á sumrin gerast hlutirnir, þið vitið það! Ég er alls ekki komin langt með Heavier than heaven enda les maður lítið í bók þegar maður kemur heim klukkan 3 á nóttunni eftir mikið klifur og púl í brekku sem liggur upp að norska heimili mínu (það er búið að bjóða mér gistingu þar aftur ef ske kynni að ég leggi leið mína aftur til norge!). En í flugvélinni í dag tókst mér að klóra mig í gegnum allavega 10 blaðsíður í einum teig og leið mér bara nokkuð vel eftir á.
Kaizers Orchestra
er eitt heitast bandið í Noregi í dag. Ég keypti mér diskinn. Þeir sem ég þekki og eru forvitnir endilega komið til mín og hlustið. Þetta er gaman. Samt mjög svona sérstakt, orgelspil, harmónikkuspil, tunnuspil, allskonarspil bara. Mjög skemmtilegt, og allt sungið á norsku!
En þar sem sumar og sól ríkir nú á landi ísa hef ég ákveðið að skjóta mér út og láta sólina baka andlit mitt í svona smá stund áður en ég fæ mér íslenska pitsu í kveldmat.
Takk fyrir það
sunnudagur
Tusynfrid
Eg var ad koma ur skemmtigardi sem heitir Tusynfrid... eg er ekki viss um ad tetta se rett skrifad hja mer. Tad var alveg rosalega gaman og fullt um ad vera. Eg for i svona svipad og gullna turninn i tivoliinu i kaupmannahofn, nema tad dettur ekki nidur heldur skyst upp! Tad var buid ad hræda mig alveg svakalega med brjaludum søgum a medan eg beid i rødinni og hjartad var nu tegar komid i buxurnar adur en mer var skotid upp! Tad var hrædilegt! En mjog gaman eftir a natturlega :D
Ljosmyndari framtidarinnar
Eg er buin ad taka 120 myndir herna!!!! Alveg brjalud a nyju stafrænu velinni og allir voda sætir ad sitja fyrir a tessum myndum. Eg ætla ad reyna ad finna leid til ad setja eitthvad af teim herna inn an tess ad turfa ad borga fyrir tad.
Dimmitering nordmanna
stendur ekki yfir i einn dag heldur 17 daga!!! Tad fer tannig fram ad teir sem eru ad utskrifast eru i smekkbuxum sem buid er ad skrifa fullt a og prenta nafnid teirra og svona og buxurnar eru i lit teirrar brautar sem krakkarnir eru a. Nu flestir eru annad hvort svartir eda raudir og er mikill rigur a milli tessara hopa. Og svo eru tessir krakkar ad runta um bæjinn og mala hann raudann i bokstaflegri merkingu. Tau eiga serstaka bila sem ganga a milli kynsloda og er buid ad innretta og eru bara maladir upp a nytt a hverju ari. Tau mala arodur og nofnin sin og you name it bara a ruturnar. Svo eiga tau svona hufur og tau fa einhvern hnut i hufurnar fyrir hvern skandal sem tau gera, sem er til dæmis ad hlaupa um alsber o.s.frv. Svo eru tau alltaf med vatnsbyssur og mikil stemning i tessu. Mikid væri eg til i ad gera tetta mar! Gedveik stemning ørugglega.
En eg held eg snui mer aftur ad Heavier than heaven... Geggjudustu bok sem eg hef lesid lengi (takk innilega enn og aftur Raggi fyrir ad lana mer hana :o)
Hey då!!!
(eg veit tetta er sænska en tetta segja tau krakkarnir :)
Eg var ad koma ur skemmtigardi sem heitir Tusynfrid... eg er ekki viss um ad tetta se rett skrifad hja mer. Tad var alveg rosalega gaman og fullt um ad vera. Eg for i svona svipad og gullna turninn i tivoliinu i kaupmannahofn, nema tad dettur ekki nidur heldur skyst upp! Tad var buid ad hræda mig alveg svakalega med brjaludum søgum a medan eg beid i rødinni og hjartad var nu tegar komid i buxurnar adur en mer var skotid upp! Tad var hrædilegt! En mjog gaman eftir a natturlega :D
Ljosmyndari framtidarinnar
Eg er buin ad taka 120 myndir herna!!!! Alveg brjalud a nyju stafrænu velinni og allir voda sætir ad sitja fyrir a tessum myndum. Eg ætla ad reyna ad finna leid til ad setja eitthvad af teim herna inn an tess ad turfa ad borga fyrir tad.
Dimmitering nordmanna
stendur ekki yfir i einn dag heldur 17 daga!!! Tad fer tannig fram ad teir sem eru ad utskrifast eru i smekkbuxum sem buid er ad skrifa fullt a og prenta nafnid teirra og svona og buxurnar eru i lit teirrar brautar sem krakkarnir eru a. Nu flestir eru annad hvort svartir eda raudir og er mikill rigur a milli tessara hopa. Og svo eru tessir krakkar ad runta um bæjinn og mala hann raudann i bokstaflegri merkingu. Tau eiga serstaka bila sem ganga a milli kynsloda og er buid ad innretta og eru bara maladir upp a nytt a hverju ari. Tau mala arodur og nofnin sin og you name it bara a ruturnar. Svo eiga tau svona hufur og tau fa einhvern hnut i hufurnar fyrir hvern skandal sem tau gera, sem er til dæmis ad hlaupa um alsber o.s.frv. Svo eru tau alltaf med vatnsbyssur og mikil stemning i tessu. Mikid væri eg til i ad gera tetta mar! Gedveik stemning ørugglega.
En eg held eg snui mer aftur ad Heavier than heaven... Geggjudustu bok sem eg hef lesid lengi (takk innilega enn og aftur Raggi fyrir ad lana mer hana :o)
Hey då!!!
(eg veit tetta er sænska en tetta segja tau krakkarnir :)
miðvikudagur
laugardagur
Tónleikabrjáluð
fjölskylda sem ég er í! Á fimmtudaginn söng mútta mín á tónleikum, í gær spilaði ég, í dag spilaði systir mín á tónleikum og á morgun spila ég á tónleikum og mamma syngur á öðrum, og ekki nóg með það, heldur spila ég á öðrum tónleikum á þriðjudaginn! Já, það er óhætt að segja það að við séum múzíkölsk. Ég fór sem sagt og horfði á systir mína spila kópavogur hopp stopp (gulur rauður...) og fyrir framan mig var nú bara mestasta krútt sem ég hef séð! Þetta var svona ca. árs gamall strákur fyrir framan mig, með ekkert hár á hausnum, eiginlega engar tennur og útstæð eyru... svo var hann með mjög skásett augu. Hann minnti mig nú svolítið á hárlausan hobbita. Eða eitthvað. Hann var nú meira krúttið.
Kosningar
eru í dag og nú flykkjast allir íslendingar á kjörstaði. Ég er nú búin að velta því soldið fyrir mér hver verði næsti forsætisráðherra og hvern ég mundi vilja. Ég veit ekki, en þar sem ég má ekki kjósa (bendi samt á það að ef ég væri með hærri laun þá þyrfti ég að borga skatta!) þá skiptir það nú að vísu ekki miklu máli hvað mér finnst. Ég held ég latið bara þar við sitja, þar sem ég hef lítið sem ekkert vit á þessum málum.
Kjósið vel og kjósið rétt!
P.s. var ég búin að minnast á það að ég er komin í sumarfrí!!! C",)
fjölskylda sem ég er í! Á fimmtudaginn söng mútta mín á tónleikum, í gær spilaði ég, í dag spilaði systir mín á tónleikum og á morgun spila ég á tónleikum og mamma syngur á öðrum, og ekki nóg með það, heldur spila ég á öðrum tónleikum á þriðjudaginn! Já, það er óhætt að segja það að við séum múzíkölsk. Ég fór sem sagt og horfði á systir mína spila kópavogur hopp stopp (gulur rauður...) og fyrir framan mig var nú bara mestasta krútt sem ég hef séð! Þetta var svona ca. árs gamall strákur fyrir framan mig, með ekkert hár á hausnum, eiginlega engar tennur og útstæð eyru... svo var hann með mjög skásett augu. Hann minnti mig nú svolítið á hárlausan hobbita. Eða eitthvað. Hann var nú meira krúttið.
Kosningar
eru í dag og nú flykkjast allir íslendingar á kjörstaði. Ég er nú búin að velta því soldið fyrir mér hver verði næsti forsætisráðherra og hvern ég mundi vilja. Ég veit ekki, en þar sem ég má ekki kjósa (bendi samt á það að ef ég væri með hærri laun þá þyrfti ég að borga skatta!) þá skiptir það nú að vísu ekki miklu máli hvað mér finnst. Ég held ég latið bara þar við sitja, þar sem ég hef lítið sem ekkert vit á þessum málum.
Kjósið vel og kjósið rétt!
P.s. var ég búin að minnast á það að ég er komin í sumarfrí!!! C",)
föstudagur
Músin snýr aftur... og nú í sumarfríi!
Já gott fólk, ég er komin í sumarfrí. Enginn meiri skóli í ca. þrjá mánuði! Ég fagnaði þessu rækilega með því að leggjast upp í sófa um leið og ég kom heim og horfa á Beautiful mind, en hana var ég að sjá í fyrsta skipti. Ég get alveg mælt með henni. Það var heldur ekki laust við að það kæmu nokkur tár á köflum! En svo þegar myndin var búin hélt ég að ég væri orðin eitthvað veik á geði. Það fyrsta sem mér datt í hug að gera var að fara að lesa! Við erum að tala um það að ég sé búin að lesa í heila viku samfleitt, ég hef örugglega lesið eitthvað í svefni líka, og þegar síðasta prófið er búið langar minni bara að fara að lesa!!! Þetta er ekki heilbrigt. En allavega, þá gat ég ekki svalað lestrarþorsta mínum sökum þess að ég er búin að lesa allar bækur á heimilinu. En það lagast vonandi bráðum því að Raggi var búinn að lofa því að lána mér Heavier than heaven, ævisögu Kurt Cobain, og bíð ég nú spent! Hey, já.... hann lenti einmitt fyrir ca. hálftíma ef að áætlun hefur staðist. Það er eins gott að hann muni eftir því að lána mér bókina (þetta er svona vinsamleg áminning Raggi).
Noregur
er á næsta leiti... leyti... ég man aldrei hvort það er! En allavega, þá eru ekki nema fjórir dagar þangaði til ég fer ef ég tel ekki daginn í dag með. Það er gaman. Ég fékk samt vægt svona menningarsjokk í gær þegar mér var sagt að ég þyrfti að taka með mér fín föt (sko alveg spari spari) til að vera í á þjóðhátíðardeginum, 17. maí. Það veit enginn hvað 'fínt' þýðir á þeirra mælikvarða og ætli það endi ekki bara með því að maður dragi fram fermingarkjólinn! Nei, það væri nú kannski fullmikið. Hann er ekki einu sinni fínn! En okkur er nú enn stærri vandi á höndum. Sökum misskilnings milli Lenu vinkonu minnar og Marthine, einnar ágætrar norskrar stúlku, þá hefur Kristrún, ein af mínum betri vinkonum, verið sett í gistingu á einhverju afskekktu bóndabýli í hálfs klukkutíma fjarlægð (ætli það sé á bíl, traktor eða í hestakerru?) hjá strák sem fór ekkert lítið í taugarnar á okkur þegar þau voru hérna. Greyið strákurinn er bara bóndi! Og hún er svona að hóta okkur því að hætta við að fara ef að Lena kippir þessu ekki í liðinn strax! og hananú! Þetta yrði svolítið skelfilegt ef hún ætti að gista þarna.... þá neiddumst við til að vera mikið með grey stráknum. Ekki misskilja mig, ég er ekki svona vond við alla sem mér er illa við (reyndar finnst mér svolítið leiðinlegt að vera að baktala hann svona) en þessi maður er bara algjörlega óþolandi!
En annars, bara góða helgi og við heyrumst...
Já gott fólk, ég er komin í sumarfrí. Enginn meiri skóli í ca. þrjá mánuði! Ég fagnaði þessu rækilega með því að leggjast upp í sófa um leið og ég kom heim og horfa á Beautiful mind, en hana var ég að sjá í fyrsta skipti. Ég get alveg mælt með henni. Það var heldur ekki laust við að það kæmu nokkur tár á köflum! En svo þegar myndin var búin hélt ég að ég væri orðin eitthvað veik á geði. Það fyrsta sem mér datt í hug að gera var að fara að lesa! Við erum að tala um það að ég sé búin að lesa í heila viku samfleitt, ég hef örugglega lesið eitthvað í svefni líka, og þegar síðasta prófið er búið langar minni bara að fara að lesa!!! Þetta er ekki heilbrigt. En allavega, þá gat ég ekki svalað lestrarþorsta mínum sökum þess að ég er búin að lesa allar bækur á heimilinu. En það lagast vonandi bráðum því að Raggi var búinn að lofa því að lána mér Heavier than heaven, ævisögu Kurt Cobain, og bíð ég nú spent! Hey, já.... hann lenti einmitt fyrir ca. hálftíma ef að áætlun hefur staðist. Það er eins gott að hann muni eftir því að lána mér bókina (þetta er svona vinsamleg áminning Raggi).
Noregur
er á næsta leiti... leyti... ég man aldrei hvort það er! En allavega, þá eru ekki nema fjórir dagar þangaði til ég fer ef ég tel ekki daginn í dag með. Það er gaman. Ég fékk samt vægt svona menningarsjokk í gær þegar mér var sagt að ég þyrfti að taka með mér fín föt (sko alveg spari spari) til að vera í á þjóðhátíðardeginum, 17. maí. Það veit enginn hvað 'fínt' þýðir á þeirra mælikvarða og ætli það endi ekki bara með því að maður dragi fram fermingarkjólinn! Nei, það væri nú kannski fullmikið. Hann er ekki einu sinni fínn! En okkur er nú enn stærri vandi á höndum. Sökum misskilnings milli Lenu vinkonu minnar og Marthine, einnar ágætrar norskrar stúlku, þá hefur Kristrún, ein af mínum betri vinkonum, verið sett í gistingu á einhverju afskekktu bóndabýli í hálfs klukkutíma fjarlægð (ætli það sé á bíl, traktor eða í hestakerru?) hjá strák sem fór ekkert lítið í taugarnar á okkur þegar þau voru hérna. Greyið strákurinn er bara bóndi! Og hún er svona að hóta okkur því að hætta við að fara ef að Lena kippir þessu ekki í liðinn strax! og hananú! Þetta yrði svolítið skelfilegt ef hún ætti að gista þarna.... þá neiddumst við til að vera mikið með grey stráknum. Ekki misskilja mig, ég er ekki svona vond við alla sem mér er illa við (reyndar finnst mér svolítið leiðinlegt að vera að baktala hann svona) en þessi maður er bara algjörlega óþolandi!
En annars, bara góða helgi og við heyrumst...
þriðjudagur
Hvursu ósangjörn verður veröldin?!?!
Ég þrælaði mér út um helgina, lærði og lærði, glósaði meira en 10 blaðsíður í spænsku og las þær yfir aftur, las alla textana og lærði fullt af orðum utanað. Hlustaði á í öllum tímum og glósaði eins og brjáluð hæna og lærði fyrir alla tíma. Ég fell mjög líklega í spænsku.
Ég opnaði varla bók fyrir náttúrufræðiprófið mitt, ég hef aldrei lært heima í vetur og hlusta aldrei á í tímum. Við erum að tala um meðaleinkun sem nær hátt upp í níu. Mér finnst þetta ósanngjarnt og það er stórt grátt ský yfir höfðinu á mér núna. Ég er brjál! Þannig að forðist mig eins lengi og hægt er, allavega þangað til á morgun.
p.s. Ég veit ég sagðist ekki ætla að skrifa í þessari viku en ég bara varð að deila þessu með ykkur. Maður verður að tala út um hlutina ekki satt???
Ég þrælaði mér út um helgina, lærði og lærði, glósaði meira en 10 blaðsíður í spænsku og las þær yfir aftur, las alla textana og lærði fullt af orðum utanað. Hlustaði á í öllum tímum og glósaði eins og brjáluð hæna og lærði fyrir alla tíma. Ég fell mjög líklega í spænsku.
Ég opnaði varla bók fyrir náttúrufræðiprófið mitt, ég hef aldrei lært heima í vetur og hlusta aldrei á í tímum. Við erum að tala um meðaleinkun sem nær hátt upp í níu. Mér finnst þetta ósanngjarnt og það er stórt grátt ský yfir höfðinu á mér núna. Ég er brjál! Þannig að forðist mig eins lengi og hægt er, allavega þangað til á morgun.
p.s. Ég veit ég sagðist ekki ætla að skrifa í þessari viku en ég bara varð að deila þessu með ykkur. Maður verður að tala út um hlutina ekki satt???