Fólk er farið að kvarta undan því að ég bloggi ekki nógu mikið. Mikið er það gaman! Ég veit það þó að ég á hér trausta lesendur. Takk fyrir það!
Sumarfríið
er nú ekki búið að vera upp á marga fiska síðan ég kom heim frá Noregi. Ég er meira kannski eins og svona búin að sitja heima, lesa, lesa meira, hlusta á tónlist, horfa á sjónvarpið (þá hefur Wayne´s World iðulega orðið fyrir valinu) og svo mætti ég reyndar á eina hljómsveitaræfingu í gær. Já, það var nú meira vesenið! Ég var búin að ákveða að fara í bíó með ágætis vinkonu minni, en nei, þá var ég vinsamlega minnt á að ég átti að mæta á einhverja bölvaða æfingu inni í Hafnarfirði. Þess má til gamans geta að ég leggst í þunglyndi í hvert skipti sem ég uppgötva að það sé hljómsveitaræfing. Svo ég mætti á æfingu og var mér tjáð það að ég ætti að bera út einhver 1000 blöð um Hafnfirska listahátíð sem verður 1. júní. Ekki það að ég hafi eitthvað betra að gera. Ég hef nákvæmlega ekkert að gera. Vinnan mín krefst þess að ég æfi mig á fiðluna hérna heima eða í tónlistarskólanum og ég get ekki sagt að álagið sé að gera út af við mig eða eitthvað. Annars komst ég að því að skrifa svona 10 blaðsíðna ritgerð í hvert sinn sem ég blogga og ég get ekki ímyndað mér að nokkur manneskja nenni að lesa þetta allt þannig að ég ætla bara aðeins að slaka á munnræpunni... eða skrifræpunni.
Þannig að ég segi bara bless og takk í dag (Ég vona að þetta svali lestraræði þínu Sigrún mín ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli