laugardagur

Tónleikabrjáluð

fjölskylda sem ég er í! Á fimmtudaginn söng mútta mín á tónleikum, í gær spilaði ég, í dag spilaði systir mín á tónleikum og á morgun spila ég á tónleikum og mamma syngur á öðrum, og ekki nóg með það, heldur spila ég á öðrum tónleikum á þriðjudaginn! Já, það er óhætt að segja það að við séum múzíkölsk. Ég fór sem sagt og horfði á systir mína spila kópavogur hopp stopp (gulur rauður...) og fyrir framan mig var nú bara mestasta krútt sem ég hef séð! Þetta var svona ca. árs gamall strákur fyrir framan mig, með ekkert hár á hausnum, eiginlega engar tennur og útstæð eyru... svo var hann með mjög skásett augu. Hann minnti mig nú svolítið á hárlausan hobbita. Eða eitthvað. Hann var nú meira krúttið.

Kosningar

eru í dag og nú flykkjast allir íslendingar á kjörstaði. Ég er nú búin að velta því soldið fyrir mér hver verði næsti forsætisráðherra og hvern ég mundi vilja. Ég veit ekki, en þar sem ég má ekki kjósa (bendi samt á það að ef ég væri með hærri laun þá þyrfti ég að borga skatta!) þá skiptir það nú að vísu ekki miklu máli hvað mér finnst. Ég held ég latið bara þar við sitja, þar sem ég hef lítið sem ekkert vit á þessum málum.

Kjósið vel og kjósið rétt!

P.s. var ég búin að minnast á það að ég er komin í sumarfrí!!! C",)

Engin ummæli: