þriðjudagur

Hvursu ósangjörn verður veröldin?!?!
Ég þrælaði mér út um helgina, lærði og lærði, glósaði meira en 10 blaðsíður í spænsku og las þær yfir aftur, las alla textana og lærði fullt af orðum utanað. Hlustaði á í öllum tímum og glósaði eins og brjáluð hæna og lærði fyrir alla tíma. Ég fell mjög líklega í spænsku.
Ég opnaði varla bók fyrir náttúrufræðiprófið mitt, ég hef aldrei lært heima í vetur og hlusta aldrei á í tímum. Við erum að tala um meðaleinkun sem nær hátt upp í níu. Mér finnst þetta ósanngjarnt og það er stórt grátt ský yfir höfðinu á mér núna. Ég er brjál! Þannig að forðist mig eins lengi og hægt er, allavega þangað til á morgun.

p.s. Ég veit ég sagðist ekki ætla að skrifa í þessari viku en ég bara varð að deila þessu með ykkur. Maður verður að tala út um hlutina ekki satt???

Engin ummæli: