föstudagur

Haha!

Komin heim í heiðardalinn! Ég er dauðþreytt eftir æsiskemmtilega ferð, mikið djamm og mikið gaman. Ég tók tæplega 300 myndir í ferðinni og ætlar góðvinur minn hann Tommi að reyna að hjálpa mér að finna aðferð við að setja mynirnar hér inn svona ykkur til skemmtunar og yndisauka.

Annars grét himinn og jörð þegar við íslendingar yfirgáfum svæðið með miklum sudda og viðbjóði, en Ísland fagnaði með fallegu veðri og steikjandi hita (á íslenskan mælikvarða).

Hvað með íslensku stelpurnar?

Í Noregi breyðast sögur mjööög fljótt út, sérstaklega þegar maður er í svona litlum bæ eins og Gjovik, einungis 200.000 manns eða svo. Þar voru bara allir búnir að ákveða það að íslenskar stelpur væru druslur og það var svolítið fyndið að sjá að um leið og strákarnir föttuðu að maður var að tala íslensku, þá voru þeir bara nánast komnir ofan í kok á manni... eða svo að segja. Annars voru þeir nú allir hálf sorglegir og gátu ekkert gert eða sagt nema eftir svona um það bil 5 bjóra en þá voru þeir samt farnir að sveifla ímynduðum typpum yfir axlirnar og láta öllum illum látum! Í nótt var svo partý til klukkan 7 í morgun og allir norsararnir hressir og kátir klukkan 8 í skólann. Ég fór samt heim þar sem ég var engan veginn að skemmta mér í kringum sumt af þessu fólki. Það er erfitt að höndla 17 og 18 ára fólk sem er enn rétt að byrja á gelgjunni. Þvílík dramatík og Guiding Light að það gæti alveg farið með mann. Annars var svolítið gaman að kynnast Norskum drykkjuhefðum og djammi. Ég fór þarna inn á skemmtilegasta bar sem ég hef farið inn á. Þetta var svona lítill myrkur staður, með svona bása út um allt þar sem fólk sat og svo var bara lítið svið þar sem mikil tilraunastarfsemi fór fram. Þar voru bara krakkar á aldur við mig að spila frumsamin lög, allt svona í þessum rokk dúr sko, og ég var að fíla mig í tætlur! Algjört æði. Svo komst ég hálfa leiðina á hann aftur í gær en hópurinn splundraðist og ég fékk mér bara að borða og fór svo heim. Annars er drulludýrt að lifa í noregi, bjórinn á 160 kall norskar kippan (norksa krónan er 10,9 ISK), píkubjórinn svokallaði miklu ódýrari og eftirdjammmatur yfirleitt ekki minna en 800 kall, alveg sama hvað maður reyndi. En þetta var gaman og hamingja verður ekki keypt með peningum, þannig að núna er ég bara fátæk en ánægt lítil hnáta í sumarfríi. Og á sumrin gerast hlutirnir, þið vitið það! Ég er alls ekki komin langt með Heavier than heaven enda les maður lítið í bók þegar maður kemur heim klukkan 3 á nóttunni eftir mikið klifur og púl í brekku sem liggur upp að norska heimili mínu (það er búið að bjóða mér gistingu þar aftur ef ske kynni að ég leggi leið mína aftur til norge!). En í flugvélinni í dag tókst mér að klóra mig í gegnum allavega 10 blaðsíður í einum teig og leið mér bara nokkuð vel eftir á.

Kaizers Orchestra

er eitt heitast bandið í Noregi í dag. Ég keypti mér diskinn. Þeir sem ég þekki og eru forvitnir endilega komið til mín og hlustið. Þetta er gaman. Samt mjög svona sérstakt, orgelspil, harmónikkuspil, tunnuspil, allskonarspil bara. Mjög skemmtilegt, og allt sungið á norsku!

En þar sem sumar og sól ríkir nú á landi ísa hef ég ákveðið að skjóta mér út og láta sólina baka andlit mitt í svona smá stund áður en ég fæ mér íslenska pitsu í kveldmat.

Takk fyrir það

Engin ummæli: