miðvikudagur

Ég held ég sé búin að sofa of mikið í þessu blessaða sumarfríi. Allavega er hausinn minn að mótmæla harðlega þessa stundina.

Ég hef komist að því að það er alveg nákvæmlega sama hvar þú þrífur í húsinu, það er leiðinlegast að gera það inni í þínu eigin herbergi. Mér finnst það hundleiðinlegt og sem dæmi má nefna að ferðataskan mín er ennþá á gólfinu eftir að ég kom heim frá Noregi sem var núna fyrir rétt tæpri viku. Ég hef allan þann tíma sem þarf, en einhvern veginn er bara miklu skemmtilegra að lesa og gera eitthvað annað sniðugt. Annars leiðist mér alveg hrikalega þar sem allir sem ég þekki eru að vinna og ekki ég og ég lýsi hér eftir "leikfélaga" sem hefur ekkert betra við tímann sinn að gera í sumar en að hanga með mér.

Annars er ég hálfnuð með Heavier than Heaven og Kurt er orðinn 24. Ég held ég hafi aldrei lesið jafn ágæta bók og það getur vel farið svo að ég kaupi mér hana bara og lesi hana aftur einhvern tíman. En eigum við ekki bara að láta duga að komast einu sinni í gegnum hana... hmm...

Veðrið úti er æsilegt og ég þarf að baka fyrir afmæli gamla mannsins á heimilinu sem verður á morgun þannig að ég kveð ykkur með þessum orðum.

Engin ummæli: