laugardagur

VÁ MAR!

Var á Sól og Mána og þetta er geggjuð sýning! Í lokin var ég komin með tárin í augun og ég var með gæsahúð svona mest allan tímann. Það fer nú varla fram hjá neinum að Sálin hans Jóns míns eru bara hreinir snillingar og þeir eiga skilið stórt hrós fyrir framlag sitt til íslensku tónlistarflórunnar. Það eina sem skyggði á fyrripart sýningarinnar voru endurtekin hóstaköst sem ég fékk. Ég er með norskt kvef. Það er algjör djöfull! Mjög leiðinlegt. Kona sem sat fyrir framan mig hvarf eftir hlé með alla sína familíu sem voru ein fimm, sex sæti, og vil ég meina að það hafi verið hóstakastinu mínu að kenna. Ég skil ekki alveg hvað fólki gengur til með að vera með svona stæla! Ég meina, kommon, ég er með hósta, hvað á ég að gera í því??? Ég fékk mér hóstasaft og var með ópal (sem virkaði reyndar ekki sem skildi) og ég reyndi hvað ég gat til að kæfa þetta! En mér er svo sem alveg sama. Hún missti af flottasta atriðinu í allri sýningunni, þar sem gaurinn sem leikur bróðir Baltasar Kormáks í Djöflaeyjunni fer á kostum og sannaði fyrir mér í eitt skipti fyrir öll að hann er einn besti leikari okkar íslendinga. Nú jæja, ég ætlaði að reyna að hemja mig og skrifa ekki mikið í hver skipti þannig að ég kveð bara núna.

Góða nótt!

Engin ummæli: