föstudagur

Finn ekkert um aldur á Hróaskelduhátíðarvefnum..... Maður ætti kannski bara að skella sér... hmmmmm
Saybia is: Søren Huss vocals, Sebastian Sandstrøm guitar, Jess Jensen keyboards, Jeppe Knudsen bass, Palle Sørensen drums.

Góð og gild dönsk nöfn: Einn heitir Já, annar Jeppi... Mjög upplífgandi
Ég hef verið að stúdera Saybia diskinn minn vel og verð að pína ykkur með enn einum pælingum mínum um þessa stórbrotnu hljómsveit. Ég hef mikið verið að pæla í textunum og hef komist að því að sá sem skrifar og semur þar af leiðandi textana er alls ekki svo ólíkur mér. Hver það er veit ég reyndar ekki en ég skal sko komast að því. Textarnir (sem reyndar eru í vitlausu kyni þar sem ég tel mig vera kvenmann) eru svo góð lýsing á mér og því sem mér finnst. Alveg hreint schnilldarlega gert. Ég vil óska þeim sem semur textana innilega til hamingju. Annars á ég í fullu fangi með að læra þá. Þegar maður heldur að maður sé að ná tökum á þeim þá breytast þeir allt í einu og svo fyrirvaralaust að manni liggur við köfnun. Mæli með disknum enn og aftur og aftur og aftur og aftur.

(mér þykir samt að íslendingar ættu aðeins að skoða þá tónlist sem þeir eru að kaupa í massavís. Tilbúnings- og færibandatónlist djöbblanna)

Lifið heil...
Skósólar og Valsidans

Ég fór í æsispennandi leikfimistíma áðan. Þar vorum við að dansa Polka, Vals og eitthvað eitt í viðbót sem ég man ekki hvað heitir. Þar fékk ég að dansa við ýmist slæma, góða eða ágæta dansfélaga og var það vel. Til þess að koma mér aftur til heimkynna minna þurfti ég að taka strætisvagn og var það ekki eins skemmtilegt. Stæróbílstjórinn hefur mikla óbeit á mér eftir að ég kom tvisvar sama dag, í fyrra skiptið gleymdi ég peningnum heima og hann hleypti mér inn með trega og gaf mér meira að segja skiptimiða... svo kom ég sko með útrunninn skiptimiða í seinna skiptið... þá varð hann nú ekki kátur en hleypti mér nú samt inn. En svo gaf hann mér bara illt augnaráð í dag!!! Ég alveg hissa því ég borgaði uppsett verð; 220 kall!!! Skrýtin veröld sem við lifum í.
Eftir að hafa rúntað dágóðan hring um Garðabæ steig ég út úr vagninum og komst að þeirri óskemmtilegu staðreynd að skórnir mínir eru ekki einungis með eitt og ekki tvö, heldur þrú riiiiiisastór göt. Plús það að sólinn er að detta af. Kannski maður leggi leið sína í einhverja skóbúð um helgina. Who knows?

Ráðlegging dagsins

Fyrir þá sem eru að reyna að hætta að borða nammi, snakk og annan viðbjóða ættu að prufa að fá sér Kellogs Special K í skál og narta í. Mjög holt og gott. Einnig er mjög sniðugt að naga neglurnar en það getur valdið óþægindum og sárum.

Góðan flöskudag.

miðvikudagur

Álverið í straumsvík og æsilegar köfunarferðir

Á miðvikudags eftirmiðdegi er fátt jafn óhressilegt eins og að fara í skoðunarferð um álverið í Sraumsvík. En ég fór nú samt, og vopnuð rauðum sloppi þar sem því var staðfastlega haldið fram að ég héti Gestur, hlífðargleraugum, hjálmi og skrítnasta útvarpstæki sem ég hef á ævinni séð, hélt ég út í óvissuna með u.þ.b. 29 öðrum ráðviltum og umkomulausum unglingum. Þegar mætt var á svæðið rifjaðist upp fyrir mér síðasta og einasta skiptið sem ég hef farið áður í Álverið og það var sko alls ekki skoðunarferð. Onei! Ég var sko að henda mér út í sjóinn fram af bryggjunni í þeirri ferð. Sko ÞAÐ var hressandi. En svo ég víkji aftur að þessari einstöku upplifun sem ég varð fyrir í dag. Við ókum þarna um í rútu sem var svo vel búin að það var alls ekki erfitt að halla sér aftur og loka augunum á meðan lítill gamall kall með jólasveinaskegg þuldi upp ártöl og einhverjar óskiljanlegar formúlur. Svo vorum við rifin upp úr værum svefni og hent út í óveðrið á 'Gests'-sloppnum einum fata (að utan). Þar vorum við leidd í gegnum skála fullan af vondri lykt, ryki, áli, meiri vondri lykt og miklum hljóðtruflunum úr skrítna útvarpinu. Svona gekk þetta í hálf í annan tíma; inn og út úr bússinum, kalt, heitt, svefn, vaka. Ekki sniðugt. Eeeenn... Svo var eitthvað verið að reyna að afsaka þetta með því að gefa okkur geisladisk með Sykurmolunum, Bubba, Gunnari Þórðarsyni og fleiri gæða tónlistarmönnum. Ég hef ekki hlustað á hann enn en hann er alveg örugglega algjör bomba. B-O-B-A! (djöfull er ég nastí alltaf)

Njála og Noregur

Jú, nú fer að styttast óðum í Noregsferð og ég var á löngum og ströngum fundi áðan um gang mála í fjáröfluninni. Við komumst að þeirri niðurstöðu að við ætlum að lesa Njálu í 24 klukkutíma. Já, þú last rétt. Og við ætlum sko að láta fólk borga okkur fúlgu fjár fyrir að lesa. Hahaha! Mér finnst það féfletting á heimsmælikvarða því ekkert geri ég skemmtilegra en að vaka yfir heila nótt í góðra vina hópi og ég er viss um að það skemmir sko ekki að bæta við svona örugglega skemmtilegum hlut eins og að lesa Íslendingasögu! Múhahaha. En þetta verður allavega stemming í meira lagi og ég hlakka mikið til. Svo er jafnvel verið að velta því fyrir sér að fá að vera með kaffisölu, en hei, það er sennilega ekki hægt því við erum ekki með söluleyfi! Þurfum við þá ekki lestrarleyfi líka? Og kannski leyfi yfirvalda fyrir því að vaka heila nótt? Arg hvað maður getur orðið pirraður á svona eintómri smámunasemi í fólki alltaf. En, svona er heimurinn sko.

Ég kveð að sinni.
Eg má ekki ofgera mér í tölvunni, þetta tekur svo á skiluru.
Sæl að sinni.

þriðjudagur

Það getur verið stórhættulegt að blogga. Alveg sjúklega deindjerus! Passið ykkur.

Hallir og Tónlist

Mín fjárfesti í einu stykki af geisladisknum með Saybia í gær. Það kostaði mig hvorki meira né minna en 2339 krónur, tvo strætómiða(sem eru í rauninni 440 krónur!) og MIKINN tíma í vitlaustum strætó. Jájájá. En allavega. Svo fór ég að pæla. Allur þessi peningur. Mikið hljóta eigendur Skífunnar að eiga það gott í 1000 fermetra höllunum með bíósalina, golfvellina, matsölustaðina, heilsuræktina og allt þetta innanhúss. Og ég er að stuðla að því! En mér er svo sem alveg sama svo lengi sem ég nýt tónlistarinnar.

Hróaskelda Póaskelda

Mig laaaaangar svo á Hróaskeldu að það er alveg óhugnarlegt! En það er alveg ómælanlegt hvað heimurinn getur verið krúl við okkur unga fólkið sem erum of gömul til að leika okkur í barbí en of ung til að skemmta okkur á uppákomum eins og þeirri er kennd er við Hróa-skeldu. Já. Svona er hún veröld. En mér var einmitt tjáð það að Saybia yrði að skemmta þar. Ennþá verra. Þá leggst maður barasta í þunglyndi! Hrmf.

Wilkommen

Ég vil kynna ykkur fyrir nýjum og gildum bloggurum, Katrínu og Árna Tómasi.

Takk

sunnudagur

Tónlistin er mannsins megin


Ef tónlist væri ekki til, þá held ég að mannkynið ætti mjöööööög bágt. Allavega ég sem manneskja.

Ég uppgötvaði nýja hljómsveit í gær. Sú heitir Saybia og kemst alveg skelfilega nálægt því að vera alveg nokkuð jafn góð og Nirvana. Allt önnur tónlist náttúrulega en samt...
Mig langar á Hróaskeldu...

Það er vetrarfrí í skólanum á morgun og ég ætla að nýta það eins vel og hægt er... í svefn. Hvað annað ætti maður að gera við svona gefins frí annars? Ég hlakka samt til að fara í skólann á þriðjudaginn en það er nú bara svona once in a lifetime thing held ég.

Ísland er skrýtnasta land í heimi. Bezt í heimi.

föstudagur

teljari kominn eftir mikið erfiði. ég er hamingjusamasta manneskja í heimi.
Takk fyrir það
Snökt snökt. Norðmennirnir mínir eru farnir, allir hér heima í þunglyndi og miðað við það sem ég heyri eru þau úti það líka. We are meant to be. Eða svoleiðis. Ég var að tala við einn þeirra og hann var sko alveg að sakna okkar. Og við hans. En ég skal ekki íþyngja ykkur með þessu væli mínu. (aðeins 81 dagur til stefnu samt)

Þann 29. mars verður haldið til Akureyrar. Þar mun ég koma fram fyrir alþjóð. Mikil gleði og gaman. Meira af því síðar.

Þvílík gleði og hamingja þegar ég fór út í morgun! Sko flottari snjó hef ég ekki séð í langan tíma. En það varði ekki lengi. Bömmer.

Leikfimikennarinn minn er veikur á geði. Hann heldur að góal okkar allra sé að fara í fittness og verða eins og Magnús Scheving. Ég held nú síður. Ég er ekki að geta lyft mér upp 100 sinnum án þess að finna einhvers staðar til! Bjartsýni dauðans mar!
Brósi minn barasta kominn með blogg. Ég veit ekki einu sinni hvort ég eigi að vita það. Gæti verið eitthvað klúrt sem hann skrifar inn á síðuna sem litlar systur eiga alllllls ekki að sjá... úps...

mánudagur

jámm... Fyrsta prófið í sögnum komið á borðið og ekki hærra né lægra en 5,5! Jú, ég náði meira en helming rétt og má vera stolt af.

Helgin var ekkert annað en brjálæði! Á föstudaginn var farið í keilu með liðið og allir í góðum fíling á eftir og ætluðu að fara niðrí bæ. Nú, ég alltaf jafn mikill fjörkálfur og hress og kát, þurfti að mæta á æfingu kl. 10 á laugardagsmorgun þannig að ég skildi mína norsara eftir í umsjón góðra kunningja. Allt gott og blessað með það, þau fóru niðrí bæ en ég hringdi í múttu og lét sækja mig í þvílíku slagveðri að helmingurinn af því hálfa hefði verið helmingi meira en nóg. Svo fer ég á æfingu á laugardaginn og þeir nottla ennþá sofandi. Klukkan 1 átti ég svo að spila einhverstaðar í tónlistarskólanum og AFTUR klukkan tvö.... á meðan það átti sér allt saman stað var farið á Players og horft á leikinn kl. tólf og svo farið á Pizza Hut á eftir. Ég náði samt að fara á Pizza Hut og fá mér eina lummu eða svo. Svo á laugardagskvöldið var farið í partý og svo niður í bæ og kvöldið kom skemmtilega á óvart. Í partýinu urðu ólíklegustu aðilar ástfangnir í óliklegust aðilum... (ég var meira svona bara í því að koma fólki saman). Í bænum fór ótrúlegasta fólk að gráta hreinlega úr ástarsorg og við hittum sætan íslenskan strák sem talaði norsku. Jú, alveg hreint ágætis stemming í húsinu það kvöld. Í gær var svo farið með liðið í Perluna, Hard Rock og á The Hot Chic... Myndin sem ekki er enn byrjað að auglýsa í Noregi lagðist vel í landann. Veðrið kom í veg fyrir að hægt væri að fara á kaffihús þannig að það verður bara gert seinna...!

Bara tveir tímar eftir í skólanum í dag! Júbbíleium! Eða þýðir það eitthvað annað?

Það verður fiskur á boðstólnum í kvöld fyrir gæjana... sjáum hvernig það fer. Annars er ég að ná góðu sambandi við alla aðra en þá tvo í öllum hópnum! Þeir eru samt ágætis strákar ef á heildina er litið. Á maður ekki alltaf að hugsa svoleis?
jámm... Fyrsta prófið í sögnum komið á borðið og ekki hærra né lægra en 5,5! Jú, ég náði meira en helming rétt og má vera stolt af.

Helgin var ekkert annað en brjálæði! Á föstudaginn var farið í keilu með liðið og allir í góðum fíling á eftir og ætluðu að fara niðrí bæ. Nú, ég alltaf jafn mikill fjörkálfur og hress og kát, þurfti að mæta á æfingu kl. 10 á laugardagsmorgun þannig að ég skildi mína norsara eftir í umsjón góðra kunningja. Allt gott og blessað með það, þau fóru niðrí bæ en ég hringdi í múttu og lét sækja mig í þvílíku slagveðri að helmingurinn af því hálfa hefði verið helmingi meira en nóg. Svo fer ég á æfingu á laugardaginn og þeir nottla ennþá sofandi. Klukkan 1 átti ég svo að spila einhverstaðar í tónlistarskólanum og AFTUR klukkan tvö.... á meðan það átti sér allt saman stað var farið á Players og horft á leikinn kl. tólf og svo farið á Pizza Hut á eftir. Ég náði samt að fara á Pizza Hut og fá mér eina lummu eða svo. Svo á laugardagskvöldið var farið í partý og svo niður í bæ og kvöldið kom skemmtilega á óvart. Í partýinu urðu ólíklegustu aðilar ástfangnir í óliklegust aðilum... (ég var meira svona bara í því að koma fólki saman). Í bænum fór ótrúlegasta fólk að gráta hreinlega úr ástarsorg og við hittum sætan íslenskan strák sem talaði norsku. Jú, alveg hreint ágætis stemming í húsinu það kvöld. Í gær var svo farið með liðið í Perluna, Hard Rock og á The Hot Chic... Myndin sem ekki er enn byrjað að auglýsa í Noregi lagðist vel í landann. Veðrið kom í veg fyrir að hægt væri að fara á kaffihús þannig að það verður bara gert seinna...!

Bara tveir tímar eftir í skólanum í dag! Júbbíleium! Eða þýðir það eitthvað annað?

Það verður fiskur á boðstólnum í kvöld fyrir gæjana... sjáum hvernig það fer. Annars er ég að ná góðu sambandi við alla aðra en þá tvo í öllum hópnum! Þeir eru samt ágætis strákar ef á heildina er litið. Á maður ekki alltaf að hugsa svoleis?

þriðjudagur

Jæja.
Var að koma af sýningunni Made in USA eftir hann Jón Gnarrrrr... Stórgóð sýning verð ég að segja, og ekki skemmdi það fyrir að ég var með mesta hláturspúka í geimi, nöfnu mína, hana Elínu og við skemmtum okkur stórkostlega yfir blindum köllum með slétta höku, þýskum nördum í stuttbuxum og gömlu köllum með flösu niðrá bak og kýli á enninu. Ég vona að FG sýningin verði líka svona skemmtileg :)
Semsagt. Verzló er ekki svo slæmur skóli, enda meinti ég þetta alls ekki illa. Mér líkar ágætlega við fólkið þarna, enda á ég tvær góðar vinkonur og fullt af kunningjum þar. Þannig að ef Raggi er eitthvað sár út í mig, þá biðst ég velvirðingar. Ég meina, hann er fínn, bróðir minn var í Verzló og er alveg bestasti strákur í geimi!

Okey nóg af þessu. Herra Chinotti has done it again... (ætti maður ekki að segja þetta á spænsku?) En ég var í SAGNAprófi í dag og Jörundur hundadagakonungur (búin að læra veeeel fyrir sögupróf) ef ég fæ 2 þá verð ég himinlifandi.

Sorglegt að segja það en ég á enn eftir að lesa, hmmm... 30 blaðsíður í sögu þannig að ég kveð að sinni. Gúddínætí

laugardagur

Arrrrrg! Himinn og jörð farast! Móðir mín var að tjá mér hræðilegar upplýsingar. Svo virðist sem að þegar ég var lítil hafi ég bókstaflega hakkað svið í mig... Ég vil fara í sótthreinsun núna!!! Og svo var það víst að ég át helst TUNGUNA og innan úr KINNUNUM!! Ég gæti grátið! En ég verð að taka það með í dæmið að ég var ung, óreynd og óvitur.

Það snjóar hér á landinu er kennt er við ís. Ég fór í útlíf og var bara næstum búin að kaupa mér bretti. Eða svo að segja. Ég á nottla ekki krónu með gati og hvað þá meira, en þau litu nú alveg skelfilega vel út. Í skaðabót keypti ég mér bol sem átti sko að kosta 5000kall! En ég, prúttarinn mikli, var ekki lengi að fá verðið niður í 2000kall og skellti mér bara á hann.

Ef það væri jafnauðvelt að skrifa 6 blaðsíðna heimildaritgerð og að skrifa á bloggið væri ég búin að skrifa 20 slíkar.

Geirharður Chinotti er að fara hamförum í kvikindisskap. Hann setti mig í glósupróf úr kafla sem við vorum ekki einu sinni búin að fara í! Og ég sem var búin að læra hinar glósurnar utan að. Í staðin fyrir 10 (sem ég hefði fengið ef hann hefði ekki verið kvikindi) þá fékk ég 5. Búin að fara í 4 glósupróf og er búin að fá þrjár 5ur og einu sinni 4.

Að fara á verzlóball er eins og að biðja um það að leggjast í þugnlyndi. Og ekki eru fyrirpartýin betri! Ég held ég fari bara að halda mig við MH böll eða eitthvað svoleis til að bústa upp sjálsestímið. Ekki það að þar sé ljótt fólk, síður en svo. En þar er eðlilegt fólk.

Jæja, má ekki vera að þessu... skildan kallar.

Lifið vel og lengi gott fólk

fimmtudagur

Ég hef komist að því að Norðmenn eru EKKI tæknivæddir og ég gæti verið að grafa mína eigin gröf með því að fara þangað. Greyið strákurinn sem er að koma til mín veit ekki einu sinni hvað msn er! En nú hef ég leitt hann inn í siðmenninguna og bjargað honum frá glötun.

Stemningin fyrir þessu er samt ágæt. Allir spenntir að fara í skoðunarferð um Álftanesið og sjá "höllina" sem Óli grís á heima í. Greyin, þau halda að hann búi í höll og við kippum okkur ekki einu sinni upp við það að mæta honum í Fjarðakaup. En toppurinn á ferðinni er nú sá að fara í bláa lónið. Allavega er minn alveg að tapa sér hann hlakkar svo til.

Samkvæmt því sem þetta fólk er búið að vera að senda okkur halda þau að við borðum svið í öll mál, eins og einn sagði í bréfi til vinkonu minnar; "I eat most food but I don´t eat that strange sheep head thing". Nú tel ég mig vera alveg íslending í húð og hár, allavega sýnir íslendingabókin góða það, en ég vil bara taka það fram að ég borða EKKI svið, hvað þá sviðasultu og ég vil ekki að útlendingar haldi að það sé það besta sem við borðum. Ég er að hugsa um að fyrirbyggja misskilning við mína gæja og láta þá barasta vita að ég hef aldrei borðað svið og að það verði sko ekki á boðstólnum þegar þeir koma hingað.

Ég neyðist til að hætta. Tími dauðans kallar, danska, og ég held mér veiti ekki af því að fara og læra nokkrar óreglulegar sagnir. Óskið mér góðs gengis.....

Lifið heil!