föstudagur

Snökt snökt. Norðmennirnir mínir eru farnir, allir hér heima í þunglyndi og miðað við það sem ég heyri eru þau úti það líka. We are meant to be. Eða svoleiðis. Ég var að tala við einn þeirra og hann var sko alveg að sakna okkar. Og við hans. En ég skal ekki íþyngja ykkur með þessu væli mínu. (aðeins 81 dagur til stefnu samt)

Þann 29. mars verður haldið til Akureyrar. Þar mun ég koma fram fyrir alþjóð. Mikil gleði og gaman. Meira af því síðar.

Þvílík gleði og hamingja þegar ég fór út í morgun! Sko flottari snjó hef ég ekki séð í langan tíma. En það varði ekki lengi. Bömmer.

Leikfimikennarinn minn er veikur á geði. Hann heldur að góal okkar allra sé að fara í fittness og verða eins og Magnús Scheving. Ég held nú síður. Ég er ekki að geta lyft mér upp 100 sinnum án þess að finna einhvers staðar til! Bjartsýni dauðans mar!

Engin ummæli: