Ég hef verið að stúdera Saybia diskinn minn vel og verð að pína ykkur með enn einum pælingum mínum um þessa stórbrotnu hljómsveit. Ég hef mikið verið að pæla í textunum og hef komist að því að sá sem skrifar og semur þar af leiðandi textana er alls ekki svo ólíkur mér. Hver það er veit ég reyndar ekki en ég skal sko komast að því. Textarnir (sem reyndar eru í vitlausu kyni þar sem ég tel mig vera kvenmann) eru svo góð lýsing á mér og því sem mér finnst. Alveg hreint schnilldarlega gert. Ég vil óska þeim sem semur textana innilega til hamingju. Annars á ég í fullu fangi með að læra þá. Þegar maður heldur að maður sé að ná tökum á þeim þá breytast þeir allt í einu og svo fyrirvaralaust að manni liggur við köfnun. Mæli með disknum enn og aftur og aftur og aftur og aftur.
(mér þykir samt að íslendingar ættu aðeins að skoða þá tónlist sem þeir eru að kaupa í massavís. Tilbúnings- og færibandatónlist djöbblanna)
Lifið heil...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli