föstudagur

Skósólar og Valsidans

Ég fór í æsispennandi leikfimistíma áðan. Þar vorum við að dansa Polka, Vals og eitthvað eitt í viðbót sem ég man ekki hvað heitir. Þar fékk ég að dansa við ýmist slæma, góða eða ágæta dansfélaga og var það vel. Til þess að koma mér aftur til heimkynna minna þurfti ég að taka strætisvagn og var það ekki eins skemmtilegt. Stæróbílstjórinn hefur mikla óbeit á mér eftir að ég kom tvisvar sama dag, í fyrra skiptið gleymdi ég peningnum heima og hann hleypti mér inn með trega og gaf mér meira að segja skiptimiða... svo kom ég sko með útrunninn skiptimiða í seinna skiptið... þá varð hann nú ekki kátur en hleypti mér nú samt inn. En svo gaf hann mér bara illt augnaráð í dag!!! Ég alveg hissa því ég borgaði uppsett verð; 220 kall!!! Skrýtin veröld sem við lifum í.
Eftir að hafa rúntað dágóðan hring um Garðabæ steig ég út úr vagninum og komst að þeirri óskemmtilegu staðreynd að skórnir mínir eru ekki einungis með eitt og ekki tvö, heldur þrú riiiiiisastór göt. Plús það að sólinn er að detta af. Kannski maður leggi leið sína í einhverja skóbúð um helgina. Who knows?

Ráðlegging dagsins

Fyrir þá sem eru að reyna að hætta að borða nammi, snakk og annan viðbjóða ættu að prufa að fá sér Kellogs Special K í skál og narta í. Mjög holt og gott. Einnig er mjög sniðugt að naga neglurnar en það getur valdið óþægindum og sárum.

Góðan flöskudag.

Engin ummæli: