Jæja.
Var að koma af sýningunni Made in USA eftir hann Jón Gnarrrrr... Stórgóð sýning verð ég að segja, og ekki skemmdi það fyrir að ég var með mesta hláturspúka í geimi, nöfnu mína, hana Elínu og við skemmtum okkur stórkostlega yfir blindum köllum með slétta höku, þýskum nördum í stuttbuxum og gömlu köllum með flösu niðrá bak og kýli á enninu. Ég vona að FG sýningin verði líka svona skemmtileg :)
Semsagt. Verzló er ekki svo slæmur skóli, enda meinti ég þetta alls ekki illa. Mér líkar ágætlega við fólkið þarna, enda á ég tvær góðar vinkonur og fullt af kunningjum þar. Þannig að ef Raggi er eitthvað sár út í mig, þá biðst ég velvirðingar. Ég meina, hann er fínn, bróðir minn var í Verzló og er alveg bestasti strákur í geimi!
Okey nóg af þessu. Herra Chinotti has done it again... (ætti maður ekki að segja þetta á spænsku?) En ég var í SAGNAprófi í dag og Jörundur hundadagakonungur (búin að læra veeeel fyrir sögupróf) ef ég fæ 2 þá verð ég himinlifandi.
Sorglegt að segja það en ég á enn eftir að lesa, hmmm... 30 blaðsíður í sögu þannig að ég kveð að sinni. Gúddínætí
Engin ummæli:
Skrifa ummæli