mánudagur

jámm... Fyrsta prófið í sögnum komið á borðið og ekki hærra né lægra en 5,5! Jú, ég náði meira en helming rétt og má vera stolt af.

Helgin var ekkert annað en brjálæði! Á föstudaginn var farið í keilu með liðið og allir í góðum fíling á eftir og ætluðu að fara niðrí bæ. Nú, ég alltaf jafn mikill fjörkálfur og hress og kát, þurfti að mæta á æfingu kl. 10 á laugardagsmorgun þannig að ég skildi mína norsara eftir í umsjón góðra kunningja. Allt gott og blessað með það, þau fóru niðrí bæ en ég hringdi í múttu og lét sækja mig í þvílíku slagveðri að helmingurinn af því hálfa hefði verið helmingi meira en nóg. Svo fer ég á æfingu á laugardaginn og þeir nottla ennþá sofandi. Klukkan 1 átti ég svo að spila einhverstaðar í tónlistarskólanum og AFTUR klukkan tvö.... á meðan það átti sér allt saman stað var farið á Players og horft á leikinn kl. tólf og svo farið á Pizza Hut á eftir. Ég náði samt að fara á Pizza Hut og fá mér eina lummu eða svo. Svo á laugardagskvöldið var farið í partý og svo niður í bæ og kvöldið kom skemmtilega á óvart. Í partýinu urðu ólíklegustu aðilar ástfangnir í óliklegust aðilum... (ég var meira svona bara í því að koma fólki saman). Í bænum fór ótrúlegasta fólk að gráta hreinlega úr ástarsorg og við hittum sætan íslenskan strák sem talaði norsku. Jú, alveg hreint ágætis stemming í húsinu það kvöld. Í gær var svo farið með liðið í Perluna, Hard Rock og á The Hot Chic... Myndin sem ekki er enn byrjað að auglýsa í Noregi lagðist vel í landann. Veðrið kom í veg fyrir að hægt væri að fara á kaffihús þannig að það verður bara gert seinna...!

Bara tveir tímar eftir í skólanum í dag! Júbbíleium! Eða þýðir það eitthvað annað?

Það verður fiskur á boðstólnum í kvöld fyrir gæjana... sjáum hvernig það fer. Annars er ég að ná góðu sambandi við alla aðra en þá tvo í öllum hópnum! Þeir eru samt ágætis strákar ef á heildina er litið. Á maður ekki alltaf að hugsa svoleis?

Engin ummæli: