miðvikudagur

Álverið í straumsvík og æsilegar köfunarferðir

Á miðvikudags eftirmiðdegi er fátt jafn óhressilegt eins og að fara í skoðunarferð um álverið í Sraumsvík. En ég fór nú samt, og vopnuð rauðum sloppi þar sem því var staðfastlega haldið fram að ég héti Gestur, hlífðargleraugum, hjálmi og skrítnasta útvarpstæki sem ég hef á ævinni séð, hélt ég út í óvissuna með u.þ.b. 29 öðrum ráðviltum og umkomulausum unglingum. Þegar mætt var á svæðið rifjaðist upp fyrir mér síðasta og einasta skiptið sem ég hef farið áður í Álverið og það var sko alls ekki skoðunarferð. Onei! Ég var sko að henda mér út í sjóinn fram af bryggjunni í þeirri ferð. Sko ÞAÐ var hressandi. En svo ég víkji aftur að þessari einstöku upplifun sem ég varð fyrir í dag. Við ókum þarna um í rútu sem var svo vel búin að það var alls ekki erfitt að halla sér aftur og loka augunum á meðan lítill gamall kall með jólasveinaskegg þuldi upp ártöl og einhverjar óskiljanlegar formúlur. Svo vorum við rifin upp úr værum svefni og hent út í óveðrið á 'Gests'-sloppnum einum fata (að utan). Þar vorum við leidd í gegnum skála fullan af vondri lykt, ryki, áli, meiri vondri lykt og miklum hljóðtruflunum úr skrítna útvarpinu. Svona gekk þetta í hálf í annan tíma; inn og út úr bússinum, kalt, heitt, svefn, vaka. Ekki sniðugt. Eeeenn... Svo var eitthvað verið að reyna að afsaka þetta með því að gefa okkur geisladisk með Sykurmolunum, Bubba, Gunnari Þórðarsyni og fleiri gæða tónlistarmönnum. Ég hef ekki hlustað á hann enn en hann er alveg örugglega algjör bomba. B-O-B-A! (djöfull er ég nastí alltaf)

Njála og Noregur

Jú, nú fer að styttast óðum í Noregsferð og ég var á löngum og ströngum fundi áðan um gang mála í fjáröfluninni. Við komumst að þeirri niðurstöðu að við ætlum að lesa Njálu í 24 klukkutíma. Já, þú last rétt. Og við ætlum sko að láta fólk borga okkur fúlgu fjár fyrir að lesa. Hahaha! Mér finnst það féfletting á heimsmælikvarða því ekkert geri ég skemmtilegra en að vaka yfir heila nótt í góðra vina hópi og ég er viss um að það skemmir sko ekki að bæta við svona örugglega skemmtilegum hlut eins og að lesa Íslendingasögu! Múhahaha. En þetta verður allavega stemming í meira lagi og ég hlakka mikið til. Svo er jafnvel verið að velta því fyrir sér að fá að vera með kaffisölu, en hei, það er sennilega ekki hægt því við erum ekki með söluleyfi! Þurfum við þá ekki lestrarleyfi líka? Og kannski leyfi yfirvalda fyrir því að vaka heila nótt? Arg hvað maður getur orðið pirraður á svona eintómri smámunasemi í fólki alltaf. En, svona er heimurinn sko.

Ég kveð að sinni.
Eg má ekki ofgera mér í tölvunni, þetta tekur svo á skiluru.
Sæl að sinni.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

http://www.cafb29b24.org/docs/buyativan/#74258 side effects of ativan 1mg - lorazepam online india